Ísland keppti í bílgreinaflokki í fyrsta sinn á Euroskills 2025
Þrettán fulltrúar Íslands fóru til Herning í Danmörku til að taka þátt í Euroskills, Evrópumóti iðn- og verkgreina sem fram fór dagana 9.–13. september.
Í fyrsta sinn tók Ísland þátt í bílgreinaflokki, þar sem Adam Stefánsson, 24 ára bifvélavirki sem lærði í Borgarholtsskóla og starfar hjá Bílaverkstæði Högna í Hafnarfirði, keppti fyrir Íslands hönd. Adam var valinn úr hópi 10 keppenda eftir próf hjá Iðunni fræðslusetri og undirbjó sig af krafti síðustu mánuði.
17.09.2025