Breyttar áherslur í styrkjum til rafbílakaupa gætu hægt á orkuskiptum – SVÞ varar við ófyrirséðum afleiðingum
Ríkisstjórnin vinnur nú að breytingum á styrkjakerfi fyrir rafbílakaup, með það að markmiði að beina stuðningi frekar til yngri og tekjulægri kaupenda. SVÞ – varar við því að slíkar breytingar geti haft neikvæð áhrif á hraða orkuskipta og dregið úr framboði á rafbílum á íslenskum markaði. Í nýlegri umfjöllun Vísis bendir SVÞ sérstaklega á að styðja þurfi við þá sem raunverulega drífa orkuskipti áfram í dag, til að tryggja hagkvæma og aðgengilega rafbílavæðingu á morgun.
11.04.2025