Breytt vörugjöld munu hafa ólík áhrif á bílaumboð og hraða orkuskiptum
Enn er of skammt liðið af árinu til að fullyrða hvernig breytt gjaldaumhverfi muni endanlega móta íslenskan bílamarkað. Þetta segir Íris Hannah Atladóttir, hagfræðingur Bílgreinasambandsins, í viðtali í sérstöku bílablaði Morgunblaðsins í dag 20. janúar 2026.
„Það er hluti af vörugjaldabreytingunum að auka ásókn í rafmagnsbíla en tölur okkar sýna að eftirspurn heimilanna var þegar byrjuð að færast í þá átt. Gjaldabreytingarnar gætu því hraðað rafbílavæðingunni,“ segir Íris.
20.01.2026