Hyundai i10 besti borgarbíllinn 2021 að mati What Car?
Breski bílavefurinn What car? hefur útnefnt nýjan Hyundai i10 besta borgarbíl ársins 2021. Þetta var tilkynnt á árlegri verðlaunahátíð What car? sem fram fór á netinu fyrr í vikunni, þar sem i10 var lofaður fyrir hagkvæmni í rekstri, góðan tæknibúnað og ekki síst þægindi þar sem i10 þykir meðal annars einkar hljóðlátur.
14.01.2021