Fimm nýir Volvo FH16 dráttarbílar afhentir hjá Velti
Fimm nýir Volvo FH16 dráttarbílar voru afhentir með viðhöfn hjá Velti á Hádegismóum 8 á föstudaginn. Það voru eigendur og starfsmenn fyrirtækjanna Ragnars og Ásgeirs í Grundarfirði og Jón og Margeirs í Grindavík sem komu og tóku formlega við þessum glæsilegu bílum af nýrri kynslóð Volvo FH16.
17.05.2021