Fara í efni

BGS og atvinnulífið

 

Starfsfólk og félagsmenn BGS taka virkan þátt í starfsemi ýmissa samtaka og atvinnulífinu almennt með margvíslegum hætti, svo sem með stjórnarsetu, nefndarsetu, setu í vinnuhópum og öðru þess háttar. Bæði á innlendum og erlendum vettvangi.

Skrifstofa sambandsins á jafnframt mikil samskipti við stjórnvöld, ráðuneyti og fleiri opinbera aðila vegna lagasetninga, reglugerða og annarra mála er snerta bílgreinina með einhverjum hætti.


Bílgreinasambandið er hluti af CECRA og tekur virkan þátt í því starfi sem þar fer fram.

CECRA stendur fyrir "Conseil Europeén du Commerce et de la Réparation Automobiles" eða á ensku "European Council for Motor Trades and Repairs" og er það regnhlífarsamband fyrir ýmis landssamtök bílgreina (söluaðila og verkstæða) í Evrópu.

Hægt er að fara inn á heimasíðu CECRA HÉR.

ACEA eru samtök bílaframleiðenda í Evrópu og halda þau utan um ýmiskonar tölfræði varðandi bílaflotann í Evrópu, sölu nýrra bíla eftir löndum og ýmislegt fleira.

Bílgreinasambandið hefur í mörg ár átt í góðum samskiptum við ACEA og sér Bílgreinasambandið m.a. um að útvega gögn frá Íslandi inn í skýrslur og tölfræði
ACEA með reglubundnum hætti.

Hægt er að fara á heimasíðu ACEA HÉR.

 

Rannsóknasetur verslunarinnar er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar.

Bílgreinasambandið og rannsóknar-setrið hafa um árabil haft samstarf um greiningu, vinnslu og útgáfu svokallaðrar árbókar bílgreina sem tekur saman alla helstu tölfræði er snýr að bílgreininni á Íslandi.

Niðurstöðurnar eru gefnar út árlega og má nálgast allar árbækur sem gefnar hafa verið út HÉR.

Sjá má stjórnarskipan Rannsóknarsetursins HÉR.

Græn Orka er samstarfsvettvangur um orkuskipti.

Um mitt ár 2010 stofnaði iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, til verkefnisins Græna orkan – vistorka í samgöngum. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að hefja markvissa stefnumótun um orkuskipti í samgöngum á Íslandi.

Vorið 2011 var verkefnastórnunin víkkuð út til að fá skýrari aðkomu einkageirans, meðal annars í því skyni að bæta samhljómin milli stjórnsýslu og atvinnulífsins.

Sjá má stjórnarskipan Grænnar Orku HÉR.

 

Bílgreinasambandið er með setu í Starfsgreinaráði faratækja- og flutningsgreina. Starfsgreinaráð eru skipuð af ráðuneytinu til nokkurra ára í senn á grundvelli laga um framhalds-skóla.

Hlutverk starfsgreinaráða:
Veita mennta- og menningar-málaráðherra ráðgjöf um málefni starfsmenntunar á framhaldsskólastigi gefa honum umsögn um námsbrautalýsingar sem skólar leita staðfestingar á.

Gera tillögur um almenn markmið náms og skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni sem námsbrautalýsingar byggjast á.

Gera tillögur um lokamarkmið náms. Setja viðmið fyrir skiptingu náms í skóla og á vinnustað og gera tillögur um uppbyggingu og inntak prófa í einstökum starfsgreinum.

Halda skrá um fyrirtæki og vinnustaði sem uppfylla skilyrði um vinnustaðanám.

Gera tillögur um námsbrautalýsingar fyrir einstakar námsbrautir.

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins er varaformaður ráðsins og varamaður fyrir hönd BGS í ráðinu er Sverrir Gunnarsson, Nýsprautun.

Borgarholtsskóli er framsækinn og tækni-væddur framhaldsskóli með um 1400 nemendur. Fjölbreytt námsframboð þar sem boðið er upp á bæði dagskóla og dreifnám.

Borgarholtsskóli býður upp á nám á bíltæknibraut þar sem hægt er að leggja áherslu á bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og bílamálun.

Árið 1994 sömdu Bílgreinasambandið, Bíliðnafélagið og Menntamálaráðuneytið um tilraunakennslu í bílgreinum sem leiddi til að Fræðslumiðstöð bílgreina var stofnuð og hóf starfsemi í nýjum Borgarholtsskóla haustið 1996.

Bílgreinasambandið stóð fyrir stofnun faghóps Borgarholtsskóla og er hugsaður til þess að koma á betri tengingu milli atvinnulífsins og skólans.

Sjá nánar á heimasíðu Borgarholtsskóla, eða almennt um nám í bílgreinum á námssíðu BGS HÉR.

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins situr í faghópi skólans í bílgreinum.

 

Bílgreinasambandið er einn af stofn-aðilum Verkiðnar. Markmið samtakanna um keppnir í iðn- og verkgreinum á Íslandi.

SkillsIceland er að: auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar, bæta ímynd iðn- og verkgreina, ásamt því að halda Íslandsmót iðn- og verkgreina annað hvert ár, vekja athygli á tækifærum sem felast í námi og starfi í þessum greinum og vera samstarfsaðili við erlenda aðila og samtök sem vinna á sama grunni.

Starfsemi samstarfsaðila er margþætt en mest fer fyrir skipulagningu og framkvæmd Íslandsmóts iðngreina og þátttöku í erlendu mótunum
EuroSkills og WorldSkills.

Bílgreinasambandið ásamt Félagi Iðn- og tæknigreina (FIT) stofnar Bílmennt árið 2000 sem tók yfir endurmenntun í bílgreinum sem síðan rann inní Iðuna fræðslusetur.

Bílgreinasambandið er hluthafi og aðili að Iðunni fræðslusetur og á fulltrúa í stjórn Iðunnar sem kemur úr röðum félagsmanna.
 

Sjá má stjórnarskipan Iðunnar HÉR.