Fara í efni

Tölfræði um bílamarkaðinn og gögn úr ökutækjaskrá

Bílgreinasambandið býr yfir mikilli þekkingu um bílamarkaðinn og hefur um árabil tekið saman og haldið utan um ýmiskonar tölfræði í tengslum við hann. Sambandið er jafnframt með samning við Samgöngustofu sem sérstakur vinnsluaðili sem gerir sambandinu mögulegt að miðla og selja sértækar upplýsingar úr ökutækjaskrá með ýmsum hætti - þar á meðal keyrslur á gögnum sem eru fullkomlega sérsniðin að óskum og þörfum viðskiptavina.

Hafir þú áhuga á upplýsingum um bílamarkaðinn eða á gögnum úr ökutækjaskrá hafðu þá samband við okkur á netfangið bgs@bgs.is eða í síma 568-1550.