Fara í efni

Tölfræði um bílamarkaðinn og gögn úr ökutækjaskrá

Bílgreinasambandið býr yfir mikilli þekkingu um bílamarkaðinn og hefur um árabil tekið saman og haldið utan um ýmiskonar tölfræði í tengslum við hann. Sambandið er jafnframt með samning við Samgöngustofu sem sérstakur vinnsluaðili sem gerir sambandinu mögulegt að miðla og selja sértækar upplýsingar úr ökutækjaskrá með ýmsum hætti - þar á meðal keyrslur á gögnum sem eru fullkomlega sérsniðin að óskum og þörfum viðskiptavina.

Einnig er hægt að kaupa áskrift að serstökum tölfræðivef sem Bílgreinasambandið heldur utan um og birtir allar helstu upplýsingar um bílamarkaðinn á myndrænan hátt með gagnvirkum gröfum. Má þar m.a. nefna sölu nýrra og notaðra bíla, skiptingu milli orkugjafa, bílasölu í sögulegu samhengi og fleira. Upplýsingarnar á vefnum eru uppfærðar allt að því vikulega eða eftir því sem gögn berast frá Samgöngustofu.

 

*dæmi um gögn úr ökutækjaskrá

 

Dæmi um stöðluð gögn sem eru seld í áskrift úr ökutækjaskrá:

  • Aðgangur að tölfræðivef Bílgreinasambandsins - fjöldi gagnvirkra grafa með öllum helstu upplýsingum um bílamarkaðinn.

  • Vikulegar nýskráningar allra ökutækja - Excel hrágögn með öllum helstu upplýsingum. 

  • Mánaðarlegur listi yfir alla nýskráða bílaleigubíla eftir tegundum og fleira - Excel hrágögn.
    Verð skv. verðskrá Bílgreinasambandsins, hafið samband á netfangið bgs@bgs.is eða í síma 568-1550 fyrir upplýsingar.

Hafir þú áhuga á sérsniðnum eða stöðluðum upplýsingum um bílamarkaðinn eða gögnum úr ökutækjaskrá hafðu þá samband við okkur á netfangið bgs@bgs.is eða í síma 568-1550.