Borgarholtskóli býður uppá fjölbreytt nám innan bílgreina. Boðið er upp á grunndeild bíliðna, bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, bílamálun.
Kynntu þér nám í bílgreinum
Hefur þú ómældan áhuga á bílum og vilt spreyta þig í rétta náminu
Nám í bíliðngreinum er hagnýtt starfsnám sem undirbýr nemendur fyrir töku sveinsprófs í löggildri iðngrein. Stefna námsins er að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu og færni til að gegna störfum bíliðnaðar í öllum helstu gerðum ökutækja. Skoðaðu myndbandið og möguleikana hér fyrir neðan.