Fara í efni

Um BGS

Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum.

Í Bílgreinasambandinu er fjöldi fyrirtækja þ.e. almenn bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar og aðrir þjónustuaðilar í bílgreininni. 

Tilgangur Bílgreinasambandsins er: 

 
 1. Að vera í málsvari fyrir sambandsaðila um málefni bílgreinarinnar gagnvart öllum opinberum aðilum, samtökum, framleiðendum, öðrum viðskiptamönnum og almenningi.
 2. Að efla og þróa bílgreinina á Íslandi, með því að:
  a) halda utan um stefnumörkun í málefnum bílgreinarinnar
  b) vinna að eflingu menntunar til aukinnar þekkingar innan bílgreinarinnar
  c) vinna að eflingu faglegra vinnubragða inna bílgreinarinnar
  d) vinna að því að viðhafðir séu réttmætir viðskiptahættir innan bílgreinarinnar
  e) vera í forsvari fyrir bílgreinina við gerð kjarasamninga sem stuðli að gagnkvæmum hag samningsaðila
  f) að stofna til, skipuleggja og halda sýningar á bifreiðum, hlutum tengdum þeim og iðnaðinum í heild
 3. Að vera sambandsaðilum leiðbeinandi um gildi faglegra vinnubragða til aukinnar hagkvæmni og arðsemi í rekstri sambandsaðila.
 4. Vinna að umhverfisvernd og stuðla að bættri umferðarmenningu og auknu umferðaröryggi.
 5. Að láta til sín taka öll málefni sem hafa almenna þýðingu fyrir sambandsaðila og eflingu bílgreinarinnar í landinu.

Bílgreinasambandið er í forsvari atvinnulífsins í menntunarmálum bílgreina, skipar m.a. í prófnefndir og fræðslunefndir í bílgreinum.

Bílgreinasambandið er í forsvari fyrir atvinnulífið í kjarasamningum bílgreinarinnar.