Gæðakerfi Bílgreinasambandsins
Gæðakerfi Bílgreinasambandsins
Gæðavottun er gullið tækifæri til að bæta þjónustuna á hagkvæman og þægilegan hátt og örva viðskiptin.
Tilgangur vottunar er að auka gæði þjónustu og ánægju viðskiptavina bifreiðaverkstæða, vélaverkstæða, málningarverkstæða, réttingarverkstæða, smurstöðva, söluaðila notaðra varahluta og glerverkstæða.
Með vottun skuldbinda fyrirtæki sig til að bæta þjónustu og auka ánægju viðskiptavina með stöðugum umbótum. Reglubundnar úttektir eru til þess fallnar að hafa eftirlit með því að svo sé.
Í dag er verið að bjóða upp á eftirfarandi vottanir:
Verkstæði eru misjöfn að stærð, gerð, menntun og búnaði og þjóna mismunandi þörfum neytenda. Með það í huga er Bílgreinasambandið að bjóða upp á eftirfarandi vottanir sem hver um sig er lýsandi fyrir það hvað einstök verkstæði sérhæfa sig í og hvaða verkefnum þau sinna.
Beiðni um úttekt
Ávinningur fyrir viðskiptavini
- Vottun sýnir fram á vilja fyrirtækis til að tryggja góða þjónustu
- Þjónusta fyrirtækis er vel skilgreind og skýrt hvað í henni felst
- Gæðaeftirlit er með viðgerðum bifreiða
- Betri og jafnari þjónusta
- Brugðist við ábendingum viðskiptavina
- Vottun aðstoðar viðsiptavini að meta við hvaða fyrirtæki á að eiga viðskipti við
Ávinningur fyrir verkstæði
- Reglubundið eftirlit með starfseminni framkvæmt af þriðja aðila sem styrkir ímynd fyrirtækis
- Ábyrgð og kröfur til fyrirtækis skýrar gagnvart viðskiptavinum
- Innra eftirlit með gæðum viðgerða og þjónustu
- Skipulag vinnuferla markvissara sem eykur framleiðni og minnkar kostnað
- Uppfylla lög og reglugerðir
- Markvissar úrbætur á því sem betur má fara
- Tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini
- Ánægðari viðskiptavinir koma aftur
Úrskurðarnefnd
Úrskurðarnefnd tekur til meðferðar og úrskurðar, eftir því sem reglur þessar gera ráð fyrir, hvers konar kvartanir frá notendum gæðakerfis Bílgreinasambandsins.
Úrskurðarnefndina skipa aðilar sem sitja í þjónustunefnd Bílgreinasambandsins hverju sinni. Í dag sitja í henni aðilar sem eru félagsmenn og starfa á almennum verkstæðum, réttinga- og málningaverkstæðum eða varahlutasölum. Einnig situr starfsmaður frá Bílgreinasambandinu alla fundi.
Mál er aðeins tekið til meðferðar af nefndinni ef ábending hefur komið skriflega til Bílgreinasambandsins í gegnum netfangið bgs@bgs.is
Ábendingar um breytingar á kröfum eða nýjar kröfur skal einnig senda inn skriflega til Bílgreinasambandsins í gegnum netfangið bgs@bgs.is.
Öll mál sem fara nafnlaus fyrir úrskurðarnefndina.
Tíðni úttekta og verð
Úttekt - fjöldi starfsmanna fyrirtækis (1-20):
48.000 kr.
Úttekt - fjöldi starfsmanna fyrirtækis (yfir 20):
88.000 kr.
Árgjald fyrir vottun - félagsmenn:
0 kr. Innifalið í félagsgjöldum
Árgjald fyrir vottun:
48.000 kr.
Fyrirtæki með fleiri en eina starfststöð:
50% afsláttur af úttekt fyrir næstu starfsstöð, árgjald eftir verðlagningu
Endurkoma eftir úttekt, 1-5 atriði:
15.000 kr.
Endurkoma eftir úttekt, yfir 5 atriði:
Úttekt er framkvæmd aftur
Verð eru endurskoðuð árlega og er án vsk.
Úttektir eru framkvæmdar árlega
Úttektaraðilar
Þau fyrirtæki sem taka þátt fá óháðan þriðja aðila til að skoða og taka út starfsemi og þjónustu fyrirtækisins, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara. Í dag eru eftirfarandi aðilar að taka út gæðastaðal Bílgreinasambandsins:
Stefán R. Kristjánsson
Andri Guðmundsson
Hafir þú óskir um að vera í samstarfi með Bílgreinasambandinu og taka út gæðastaðal sambandsins þá sendir þú umsókn á netfangið bgs@bgs.is.