Sæktu um aðild að BGS
Smelltu hér til að sækja um aðild
Af hverju Bílgreinasambandið?
Það er bílgreininni nauðsynlegt að hafa einn vettvang þar sem hægt er að halda á lofti þeim atriðum er greinin vill koma á framfæri.
Að standa saman sem ein heild er það sem kemur okkur áfram og við getum látið verkin tala.
Tilgangur Bílgreinasambandsins
|
Bílgreinasambandið vinnur að hagsmunum aðildafélaga sinna
|
|
|
||||
Bílgreinasambandið stendur vörð um hagsmuni aðildarfélaga sinna og er málsvari þeirra gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum. Bílgreinasambandið er í forsvari fyrir atvinnulífið í kjarasamningum bílgreinarinnar. |
Uppbygging og stuðningur við menntun hefur verið í forgrunni í starfsemi Bílgreinasambandsins frá upphafi. Bílgreinasambandið er í forsvari atvinnulífsins i menntamálum bílgreina og skipar m.a. í prófnefndir og fræðslunefndir í bílgreinum. |
Ráðið er öflugur vettvangur til að efla tengsl við þá sem í bílgreininni starfa. Vetrarfundur Bílgreinasambandsins hefur fest sig í sessi ásamt öðrum viðburðum sem sambandið býður til. |
||||
|
|
|
||||
Bílgreinasambandið viðheldur upplýsingamiðlun af ýmsu tagi, s.s. tölfræði eins og sölutölur af markaði, þróun á orkuskiptum, erlenda tölfræði og fleira. Bílgreinasambandið er sérstakur vinnsluaðili að gögnum úr ökutækjaskrá og hefur þannig heimild til að miðla gögnum úr henni. |
Þá heldur sambandið utan um ýmis kerfi eins og gæðakerfi verkstæða, raunverð á bílamarkaði og aðgang að Autodata sem félagsmenn fá á sérstökum kjörum. |
Sambandið rekur m.a. sitt eigið gæðakerfi. |
Bílgreinasambandið stendur vörð um hagsmuni aðildarfélaga sinn og getur nýst vel sem málsvari þeirra
Umsagnir til Alþingis |
|
|||
Seta í nefndum og ráðum |
Bílgreinasambandið situr í ýmsum nefndum og ráðum fyrir hönd atvinnulífsins. Í slíkri vinnu leitar ráðið til þeirra aðildarfyrirtækja sem eiga hagsmuni að gæta. |
|||
Samskipti við opinbera aðila |
Bein samskipti ráðsins við stjórnvöld og opinberar stofnanir eru mikilvæg leið ti að tryggja að gætt sé að hagsmunum |
|||
Samskipti við erlenda aðila |
Bílgreinasambandið er í samskiptum við erlend bílgreinasamtök og önnur hagsmunasamtök sem starfa í bílgreininni. |
|||
Aðildarfélagar geta komið að mótun málefnastarfsins með margvíslegum hætti
Stjórn |
Nefndir |
Bein samskipti |
||||
Kjörgengir í stjórn eru atkvæðabærir félagsmenn og fulltrúar fyrirtækja sem aðild eiga að Bílgreinasambandinu. Stjórnin markar stefnu sambandsins og leggur línurnar í málefnastarfinu hverju sinni. Aðildafélögum gefst því gott tækifæri til að hafa áhrif á starfsemina í gegnum stjórnarsetu og samskipti við stjórn. |
Þær nefndir sem eru starfræktar í dag eru: Sölunefnd Þjónustunefnd |
Í ýmsum tilfellum er staðið að útgáfu eða viðburðum í opinberu samstarfi við aðildafélög. Aðildarfélagar eru hvattir til að koma með ábendingar og tillögur til starfsmanna sambandsins í tengslum við bílgreinina. |
||||
|
|
|
Árgjöld taka mið af fjárhagslegum styrk og stærð aðildarfélaga og fer hver flokkur eftir veltu félagsmanna
![]() |
Félagsgjöldum er raðað í gjaldaflokka miðað við veltu ársins á undan. Árgjöldin eru innheimt ársfjórðungslega. Nýir aðilar greiða árgjald hlutfallslega frá þeim tíma sem þeir hljóta samþykki. |
|||
Smelltu hér til að sækja um aðild