Fara í efni

Sæktu um aðild að Bílgreinasambandinu og Samtökum verslunar og þjónustu

 

Smelltu hér til að sækja um aðild

Af hverju Bílgreinasambandið?

Það er bílgreininni nauðsynlegt að hafa einn vettvang þar sem hægt er að halda á lofti þeim atriðum er greinin vill koma á framfæri. 

Að standa saman sem ein heild er það sem kemur okkur áfram og við getum látið verkin tala. 

Tilgangur Bílgreinasambandsins

 
  1. Að vera málsvari fyrir sambandsaðila um málefni bílgreinarinnar gagnvart öllum opinberum aðilum, samtökum, framleiðendum, öðrum viðskiptamönnum og almenningi.
  2. Að efla og þróa bílgreinina á Íslandi, með því að:
    a) halda utan um stefnumörkun í málefnum bílgreinarinnar
    b) vinna að eflingu menntunar til aukinnar þekkingar innan bílgreinarinnar
    c) vinna að eflingu faglegra vinnubragða inna bílgreinarinnar
    d) vinna að því að viðhafðir séu réttmætir viðskiptahættir innan bílgreinarinnar
    e) vera í forsvari fyrir bílgreinina við gerð kjarasamninga sem stuðli að gagnkvæmum hag samningsaðila
    f) að stofna til, skipuleggja og halda sýningar á bifreiðum, hlutum tengdum þeim og iðnaðinum í heild
  3. Að vera sambandsaðilum leiðbeinandi um gildi faglegra vinnubragða til aukinnar hagkvæmni og arðsemi í rekstri
  4. Vinna að umhverfisvernd og stuðla að bættri umferðarmenningu og auknu umferðaröryggi
  5. Að láta til sín taka öll málefni sem hafa almenna þýðingu fyrir sambandsaðila og eflingu bílgreinarinnar í landinu

Bílgreinasambandið vinnur að hagsmunum aðildafélaga sinna

 


Málsvari félagsmanna

 


Bakhjarl menntunar

 


Tengslavettvangur

 
   

Bílgreinasambandið stendur vörð um hagsmuni aðildarfélaga sinna og er málsvari þeirra gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum.

 Bílgreinasambandið er í forsvari fyrir atvinnulífið í kjarasamningum bílgreinarinnar.

   

Uppbygging og stuðningur við menntun hefur verið í forgrunni í starfsemi Bílgreinasambandsins frá upphafi.

 Bílgreinasambandið er í forsvari atvinnulífsins i menntamálum bílgreina og skipar m.a. í prófnefndir og fræðslunefndir í bílgreinum.

   

Ráðið er öflugur vettvangur til að efla tengsl við þá sem í bílgreininni starfa.

 Vetrarfundur Bílgreinasambandsins hefur fest sig í sessi ásamt öðrum viðburðum sem sambandið býður til.

 
 


Upplýsingaveita

 


Þjónustuveita

 


Aðhald að faginu

 
   

Bílgreinasambandið viðheldur upplýsingamiðlun af ýmsu tagi, s.s. tölfræði eins og sölutölur af markaði, þróun á orkuskiptum, erlenda tölfræði og fleira.

Bílgreinasambandið er sérstakur vinnsluaðili að gögnum úr ökutækjaskrá og hefur þannig heimild til að miðla gögnum úr henni.

 

 
Aðild veitir beinan aðgang að ýmiskonar þjónustu eins og lögfræðiþjónustu og túlkun á kjarasamningum.

Þá heldur sambandið utan um ýmis kerfi eins og gæðakerfi verkstæða, raunverð á bílamarkaði og aðgang að Autodata sem félagsmenn fá á sérstökum kjörum.

 

 
Bílgreinasambandið stuðlar að faglegum vinnubrögðum í bílgreininni með öllum ráðum.

Sambandið rekur m.a. sitt eigið gæðakerfi.

 

 

Bílgreinasambandið stendur vörð um hagsmuni aðildarfélaga sinn og getur nýst vel sem málsvari þeirra 

         

Umsagnir til Alþingis
 
 

 
Á hverju ári veitir Bílgreinasambandið umsagnir um fjöldan allan af lagafrumvörpum. Í mörgum tilfellum eru umsagnirnar að frumkvæði ráða og nefnda í kjölfar ábendinga frá aðildarfélögum

         
 
Seta í nefndum og ráðum

  
   

Bílgreinasambandið situr í ýmsum nefndum og ráðum fyrir hönd atvinnulífsins. Í slíkri vinnu leitar ráðið til þeirra aðildarfyrirtækja sem eiga hagsmuni að gæta. 

         
 
Samskipti við opinbera aðila
  
   

Bein samskipti ráðsins við stjórnvöld og opinberar stofnanir eru mikilvæg leið ti að tryggja að gætt sé að hagsmunum
atvinnulífsins við mótun rekstarumhverfis.

         
 
Samskipti við erlenda aðila
  
   

Bílgreinasambandið er í samskiptum við erlend bílgreinasamtök og önnur hagsmunasamtök sem starfa í bílgreininni.
Mikilvægt er fyrir Bílgreinasambandið að geta leitað í þekkingu og reynslu annarra samtaka sem vinna í sama umhverfi og okkar aðildarfélög.

         

  

Aðildarfélagar geta komið að mótun málefnastarfsins með margvíslegum hætti 

 
Stjórn

 
Nefndir
 
Bein samskipti
 
 


Stjórn Bílgreinsambandsins er kosin á aðalfundi sem haldinn er á hverju ári.

 Kjörgengir í stjórn eru atkvæðabærir félagsmenn og fulltrúar fyrirtækja sem aðild eiga að Bílgreinasambandinu.

Stjórnin markar stefnu sambandsins og leggur línurnar í málefnastarfinu hverju sinni.

Aðildafélögum gefst því gott tækifæri til að hafa áhrif á starfsemina í gegnum stjórnarsetu og samskipti við stjórn.

 


Til að endurspegla sem breiðust sjónarmið og nýta þekkingu aðildarfélaga starfrækir Bílgreinasambandið nefndir innan sinna vébanda.

 Þær nefndir sem eru starfræktar í dag eru:

Sölunefnd

Þjónustunefnd 

 


Starfsfólk Bílgreinasambandsins leitar til aðildarfélaga um sérþekkingu.

 Í ýmsum tilfellum er staðið að útgáfu eða viðburðum í opinberu samstarfi við aðildafélög.

Aðildarfélagar eru hvattir til að koma með ábendingar og tillögur til starfsmanna sambandsins í tengslum við bílgreinina. 

 
 

 

 

 

 

Smelltu hér til að sækja um aðild