Fara í efni

Nýr smart #1 frumsýndur

Fréttir

Nýr og rafknúinn borgarjepplingur smart #1 var frumsýndur í Berlín gær. Bíllinn er 100% rafdrifinn og verður fáanlegur bæði fjórhjóladrifinn og afturdrifinn. Uppgefin drægni er 420-440 km.

Hönnun smart #1 er framúrstefnuleg og afar flott. Innanrýmið er nútímalegt og skemmtilegt og býður upp á gott pláss fyrir ökumann og farþega. Bíllinn er hlaðinn nýjustu tækni og hljómgæði verða í fremsta flokki með hágæða hljóðkerfi frá BEATS auk 12,8“ margmiðlunarskjás í mælaborði með einstaklingsbundnu notendaviðmóti.

Smart#1 verður í fremsta flokk hvað snýr að öryggisbúnaði m.a. með fjarstýrðri bílastæðaaðstoð, þverumferðavara, veglínufylgd, akreinaaðstoð og 360° myndavél svo eitthvað sé nefnt.

Bíllinn er hannaður af Mercedes-Benz og framleiddur í nýrri verksmiðju smart í Kína. Bíllinn var fyrst kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Munchen í fyrra en er nú kominn í endanlega framleiðslu.

Bílaumboðið Askja hefur hafið samstarf við smart og mun kynna smart #1 hér á Íslandi. Segja má að smart #1 sé blanda af þýsku og kínversku hugviti. Mercedes-Benz og Geely, einn stærsti bílaframleiðandi Kína, hófu í lok árs 2019 samstarf um þróun og framleiðslu Smart. Félögin eiga hvort fyrir sig 50% hlutdeild í fyrirtækinu. Mercedes-Benz leggur þannig til hönnun og Geely framleiðsluþekkingu og verksmiðjur.

Askja býður áhugasömum að skrá sig á póstlista á askja.is/smart1 og fá nýjustu fréttir þar til bíllinn verður fáanlegur hér á landi.