Fara í efni

Nýr GLC í tengiltvinnútfærslu prófaður í mjög krefjandi aðstæðum

Fréttir

Ný kynslóð af Mercedes-Benz GLC var prófuð á dögunum í mjög krefjandi aðstæðum í snjó og á ísilögðum vegum í Arjeplog í Lapplandi, nyrst í Svíþjóð. Ískaldur vindur og -30 gráður voru fullkomnar aðstæður til að prófa bílinn og ekki síst rafhlöður hans í ískulda og mun kaldari aðstæðum en við eigum að venjast hér á Fróni.

Sportjeppinn var prófaður varðandi aksturseiginleika og öryggi á erfiðum, ísilögðum vegum og kom gríðarlega vel út í öllum prófunum. Þar spilaði m.a. stórt hlutverk 4MATIC fjórhjóladrifið frá Mercedes-Benz og hin þýða og lipra 9G-TRONIC sjálfskiptingin sem skilar bílnum afar góðum aksturseiginleikum í öllum aðstæðum. Ný kynslóð GLC er búinn nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Mercedes-Benz auk þess að vera útbúinn nýjustu kynslóð tengiltvinn drifrásar sem skilar honum yfir 100km á rafmagninu einu saman skv. WLTP staðli.

GLC hefur selst í meira en 2,5 milljónum eintaka síðan hann var kynntur frst árið 2008 og er söluhæsti bíll Mercedes-Benz undanfarin ár. Nýr GLC í tengiltvinnútfræslu kemur nún brátt á markað og eftir þessar prófanir í Lapplandi er ljóst að þetta er sportjeppi sem mun standa sig mjög vel við krefjandi aðstæður á Íslandi, en bíllinn verður kynntur hér á landi í lok árs.