Suzuki kynnir nýjan Across tengiltvinnbíl
Suzuki bílar hf. munu frumsýna á næstu vikum nýjan Suzuki Across, sportlegan jeppa með Plug-in Hybrid kerfi og E-Four rafrænu fjórhjóladrifi. Helstu útlitseinkenni Across eru skarpar línur og sportlegur framendi með opnu grilli. Að innan er Across hannaður til að vekja tilfinningu um þægindi, lúxus og akstursánægju.
12.10.2020