Fara í efni

Peugeot e-Expert rafsendibíllinn kominn í forsölu

Fréttir

Glænýr, Peugeot e-Expert 100% hreinn rafsendibíll er væntanlegur til landsins í mars og mun Brimborg bjóða hann með ríkulegum staðalbúnaði, 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Forsalan er nú þegar hafin í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg.

PEUGEOT e-EXPERT 100% HREINN RAFSENDIBÍLL, SENDIBÍLL ÁRSINS 2021
Peugeot e-Expert var nýlega valinn Sendibíll ársins 2021 (The International Van of the Year 2021) og er þetta í sjötta sinn sem Peugeot sendibíll vinnur þessi virtu verðlaun. Verðlaunin eru veitt af dómurum frá 25 löndum og er Peugeot e-Expert fyrsti 100% hreini rafsendibíllinn sem hlýtur þessi verðlaun.

GLÆNÝR LANGDRÆGUR PEUGEOT e-EXPERT 100% HREINN RAFSENDIBÍLL
Brimborg kynnir glænýjan, langdrægan Peugeot e-Expert rafsendibíl með allt að 330 km drægni á 100% rafmagni, fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíllinn sé heitur og þægilegur þegar lagt er af stað, ríkulegum staðalbúnaði t.a.m bakkmyndavél og blindpunktsaðvörun, Moduwork innréttingu sem gerir notenda kleift að flytja allt að 4,026 m langa hluti og allt að 6,6 m3 hleðslurými.

ALLT AÐ 330 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Peugeot e-Expert rafsendibíll er 100% hreinn rafbíll með 50-75 kWh drifrafhlöðu. Drægni bílsins skv. WLTP mælingu er framúrskarandi eða allt að 330 km. Peugeot e-Expert er fáanlegur með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu.

HRAÐHLEÐSLA Í 80% DRÆGNI FRÁ AÐEINS 32-48 MÍNÚTUM
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Peugeot e-Expert rafsendibíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðuna á 4:45 - 7:30 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og næstum tóma drifrafhlöðuna má hlaða á 32-48 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð.

FJARSTÝRÐ FORHITUN TRYGGIR ALLTAF HEITAN BÍL
Peugeot e-Expert rafsendibíll er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíllinn er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að fjarstýra forhitun.

BAKKMYNDAVÉL OG BLINDPUNKTSAÐVÖRUN
Bakkmyndavél og blindpunktsaðvörun eru hluti af ríkulegum staðal- og öryggisbúnaði. Bakkmyndavélin sýnir svæðið næst bakhluta bílsins og sýnir fjarlægðir með línum - 1m og 2m ásamt því hvernig akstursstefna bílsins er með tilliti til stöðu stýrisins. Nálægðarskynjarar að framan og aftan gefa hljóðmerki til ökumanns og auka þannig enn á öryggið. Blindpunktsaðvörunin lætur ökumann vita ef bíll er í blinda punktinum með hljóðmerki og litlum ljósmerkjum í hliðarspeglunum.

MODUWORK - FELLANLEGT SÆTI OG LÚGA Á ÞILI TIL AÐ FLYTJA LENGRI HLUTI
Með Moduwork innréttingunni í Peugeot e-Expert er hægt að stækka hleðslurýmið með opnanlegri lúgu og niðurfellanlegu framsæti, hægt er að flytja allt að 4,026 m langa hluti með Moduwork innréttingunni.

ALLT AÐ 6,6 M3 HLEÐSLURÝMI
Peugeot e-Expert rafsendibíll er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur og langur. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 6,6 m3 með Moduwork innréttingingu, fellanlegu sæti og lúgu á þili til að flytja lengri hluti.

7 ÁRA VÍÐTÆK ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðenda.

FORSALAN ER HAFIN Í VEFSÝNINGARSAL BRIMBORGAR
Brimborg hefur hafið forsölu á glænýjum Peugeot e-Expert rafsendibíl í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í mars og afhendingar til kaupenda hefjast í apríl 2021.

Í Vefsýningarsal er að finna alla Peugeot e-Expert rafsendibíla í pöntun. Þegar draumabíllinn er fundinn er send fyrirspurn beint úr Vefsýningarsalnum sem söluráðgjafi svarar um hæl. Viðskiptavinir geta auðveldlega breytt bílum í pöntun að sínum smekk með aðstoð söluráðgjafa Brimborgar.

Peugeot e-Expert rafsendibíll kostar frá 5.190.000 kr. og er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur og langur.

Brimborg hefur lagt sífellt meiri áherslu á forpöntun nýrra bíla sem hefur gert það að verkum að bílverð lækkar vegna lægri birgðakostnaðar og á sama tíma geta kaupendur hannað bílana nákvæmlega að sínum óskum hvað varðar lit, innréttingu og búnað. Söluráðgjafar Peugeot aðstoða viðskiptavini við að setja saman réttu útfærsluna.

Nánari upplýsingar um glænýjan Peugeot e-Expert rafsendibíl er að finna á vef Peugeot á Íslandi peugeotisland.is, eða hjá sölustjóra Peugeot á Íslandi, Benný Ósk Harðardóttur eða í síma 5157802.