Fara í efni

Breytt vörugjöld munu hafa ólík áhrif á bílaumboð og hraða orkuskiptum

Fréttir
Breytt vörugjöld á bifreiðum: Ólík áhrif á bílaumboð og hraða rafbílavæðingu
Breytt vörugjöld á bifreiðum: Ólík áhrif á bílaumboð og hraða rafbílavæðingu

Breytt vörugjöld munu hafa ólík áhrif á bílaumboð og hraða orkuskipta

Enn er of skammt liðið af árinu til að fullyrða hvernig breytt gjaldaumhverfi muni endanlega móta íslenskan bílamarkað. Þetta segir Íris Hannah Atladóttir, hagfræðingur Bílgreinasambandsins, í viðtali í sérstöku bílablaði Morgunblaðsins.

„Það er hluti af vörugjaldabreytingunum að auka ásókn í rafmagnsbíla en tölur okkar sýna að eftirspurn heimilanna var þegar byrjuð að færast í þá átt. Gjaldabreytingarnar gætu því hraðað rafbílavæðingunni,“ segir Íris.

Umboðin í mismunandi stöðu

Íris bendir á að breytingarnar muni koma mjög misjafnlega niður á bílaumboðum.
„Þau eru í misgóðri stöðu til að breyta framboði sínu þannig að það falli vel að nýju gjaldaumhverfi. Sum geta fært sig nokkuð auðveldlega á milli orkugjafa, á meðan önnur eiga erfiðara með það.“

Hún tekur fram að umboð sem bjóða fleiri bílaframleiðendur séu almennt betur í stakk búin til að aðlagast breytingunum en þau sem eru með færri vörumerki. Þróunin ræðst einnig af því hvort framleiðendur bjóði rafbíla sem henta íslenskum aðstæðum.

Sjá viðtalið Írisi hér fyrir neðan. 

Viðtal við Írisi Hannah Atladóttur hagfræðing SVÞ og BGS