Ísland er sem sniðið að raf- og tengiltvinntækninni í samgöngum
Grein sem birtist í morgunblaðinu 15.11.2019, eftir Jón Trausta Ólafsson
Íslendingar eru meðal evrópskra forystuþjóða í rafbílavæðingunni, ekki bara í Evrópu heldur einnig á heimsvísu þar sem sala rafknúinna fólksbíla jókst um 46% á fyrri árshelmingi 2019 samanborið við fyrra ár. Mest hlutdeild slíkra bíla var í Noregi. Þar í landi voru 58% nýskráðra fólksbíla á fyrri árshelmingi tengjanlegir rafbílar (BEV og PHEV) á sama tíma og
hlutfallið var um 15% hér á landi. Margir markaðir hafa aukið hlutfall sitt í sölu tengjanlegra rafbíla. Þannig hafa t.d. Danir aukið söluna um 86% og Írar um 182%. Einungis England dró úr sölu tengjanlegra rafbíla og er ástæðan einkum minnkandi stuðningur stjórnvalda.
18.11.2019