Tekið undir umsögn BGS í nefndaráliti vegna tengiltvinnbíla
Að fenginni umsögn frá Bílgreinasambandinu, sem m.a. var studd af Grænni Orku og Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, hefur Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis nú skilað af sér áliti vegna frumvarps um breytingar á ýmsum lögum um skatta (vistvæn ökutæki o.fl.). Þar er m.a. er fjallað um ívilnanir vegna rafmagns-, vetnis-, og tengiltvinnbíla næstu árin. Í áliti sínu tekur nefndin undir sjónarmið Bílgreinasambandsins og leggur þannig til að frumvarpinu verði breytt á þann hátt að það framlengi enn frekar ívilnunum vegna tengiltvinnbíla.
16.12.2019