Fara í efni

Mikil aðsókn á frumsýningu Volvo XC40 Recharge

Bílasýningar
Það var margt um manninn á frumsýningu Volvo XC40 Recharge
Það var margt um manninn á frumsýningu Volvo XC40 Recharge

Volvo hefur verið í fararbroddi rafhlaðinna bíla og bætti nú við Volvo XC40 Recharge tengiltvinn.

Fullt var útúr dyrum allan daginn á frumsýningunni á Volvo XC40 Recharge tengiltvinn á laugardaginn en hann hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur alveg frá því að forsalan hófst.

Volvo XC40 hefur fengið einstakt lof um allan heim fyrir einstaka hönnun að utan sem innan síðan hann kom á markað og var meðal annars valinn bíll ársins í Evrópu 2019. Nú er hann kominn í nýrri framdrifinni rafhlaðinni tengiltvinnútgáfu. Bíllinn sem þú treystir til að vernda fjölskylduna verndar nú umhverfið líka.

Volvo XC40 Recharge er vel búinn, öruggur bíll fyrir þá sem vilja stíga inn í rafmagnaða og umhverfisvæna framtíð án þess að hafa áhyggur af drægni og gæðum. Glæsilegur rafmagnaður bíll með miklu rými. Hann leysir helsta vandamál rafmagnsbílana sem enn eru takmarkaðir í drægni. Öflug og skilvirk akstursupplifun þar sem þú kemst um á rafmagninu einu í venjulegri daglegri notkun en hefur síðan bensínið til að komast í lengri ferðir án þess að þurfa að hlaða.

Eins og fram hefur komið gekk forsala Volvo XC40 Recharge tengiltvinn mjög vel og áframhaldandi sala er gríðarlega góð. Nú eru fyrstu bílarnir að koma til eigenda sinna og munu sjást fljótlega á götunum.

Volvo XC40 Recharge tengiltvinn kostar frá 5.090.000 kr.