Umhverfisvænt samstarf HEKLU og IKEA
HEKLA og IKEA hafa hrundið af stað samstarfsverkefninu „Þvílíkt lán“ sem gengur út á að lána viðskiptavinum IKEA bíl til að koma innkaupavörum sínum heim.
Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða þar sem HEKLA lánar viðskiptavinum IKEA sívinsæla tengiltvinnbílinn Mitsubishi Outlander PHEV í tvær klukkustundir án endurgjalds til að flytja IKEA vörurnar heim.
18.07.2018