Fara í efni

Sala nýrra bíla í ágúst 2018

Fréttir

Sala á nýjum bílum í ágúst sl. dróst einungis saman um 3,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 1.465 bílar samanborið við 1.522 í sama mánuði árið 2017.

Eru þetta 57 bílum frá því sem var selt í ágúst í fyrra og því hægt að segja að ágúst hafi verið mjög góður í sölu á nýjum bílum.

Á fyrstu átta mánuðum ársins hafa verið nýskráðir 15.033 fólksbílar sem gerir 11,8% samdrátt frá sama tímabili í fyrra.

Af þeim 15.033 fólksbílum hefur 42% verið seldir með bensínvél, 39% með dísel, 12% rafmagn aðrar tegundir undir það.