Fara í efni

Auka aðalfundur - Sameining BGS og SVÞ

Fréttir

Félagsmenn athugið!

Aukaaðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn þriðjudaginn 15. febrúar 2022 kl. 15:00 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Fundarstaður er fundarsalurinn Hylur á 1. hæð Húss atvinnulífsins.

Dagskrá:

  1. Kynning á tillögu stjórnar Bílgreinasambandsins um sameiningu Bílgreinasambandsins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu
  2. Atkvæðagreiðsla um staðfestingu aukaaðalfundar á samkomulagi stjórna Bílgreinasambandsins og SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu um sameiningu samtakanna
  3. Atkvæðagreiðsla um tillögu stjórnar Bílgreinasambandsins um sameiningu Bílgreinasambandsins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu
  4. Atkvæðagreiðsla um tillögu stjórnar Bílgreinasambandsins um nýjar samþykktir Bílgreinasambandsins.
  5. Önnur mál

Nánar um efni fundar 

Hinn 14. janúar 2021 undirrituðu stjórnir Bílgreinasambandsins (BGS) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) samstarfsyfirlýsingu með það markmið að leiðarljósi að efla þjónustu við félagsmenn í samskiptum við stjórnvöld, í lögfræðilegum álitamálum og í fræðslu- og menntunarmálum ásamt því að styrkja rekstur samtakanna.

Frá undirritun yfirlýsingarinnar hafa samtökin unnið saman að hagsmunamálum aðildarfyrirtækja beggja samtakanna og hefur reynslan af samstarfinu verið mjög góð þar sem árangur hefur sést í aðgengi að skrifstofu og fundaraðstöðu, samlegð sem hefur leitt til lægri rekstrarkostnaðar og faglegra starfi þar sem aðgengi að sérfræðingum SVÞ og SA hefur nýst mjög vel.

Í ljósi reynslunnar hafa stjórnir samtakanna ákveðið að leggja fram tillögu þess efnis á aðalfundum samtakanna að þau verði sameinuð undir hatti SVÞ en að á þeim vettvangi verði þó jafnframt gætt að sérstöðu BGS innan SVÞ.

Bílgreinasambandið verður sérgreinarsamband með skammstöfuna BGS með sína kennitölu og sömu ásýnd út á við en nú innan SVÞ og Samtaka atvinnulífsins ( SA ). VIð breytingu öðlast aðilar að BGS aðgengi að öllum innviðum SVÞ og SA og því öfluga baklandi sem mun án vafa stuðla að bættri þjónustu við BGS félagsmenn á öllum sviðum. 

Stjórn Bílgreinasambandsins hefur metið samstarf við SVÞ á liðnu ári er stjórn þess fullviss að sameingin við SVÞ er mikill ávinningur fyrir Bílgreinasambandið að halda sinni sérstöðu og fagþekkingu og geta unnið af enn meiri krafti fyrir sína félagsmenn.

Skráning á fund er á heimasíðu BGS Auka Aðalfundur 2022 | Bílgreinasambandið (bgs.is) 

Nýjar samþykktir eru aðgengilegar aðildarfélögum Bílgreinasambandsins á innri vef sambandsins og hvetur stjórn félagsmenn til að kynna sér nýjar samþykktir og skrá sig á fund