Vetrardagar KIA
Vetrardagar Kia hefjast laugardaginn 8. febrúar og munu svo halda áfram í febrúar mánuði. Boðið verður upp á ýmis tilboð af því tilefni m.a. sérstaka vetrarpakka með völdum Kia bílum.
Stjörnurnar í vetrarherferð Kia eru sportjepparnir vinsælu Sorento og Sportage. Kia Sorento verður í boði með Arctic Edition breytingu en í þeirri útfærslu er bíllinn upphækkaður, með 24 cm. veghæð og hefur tveggja tonna dráttargetu. Með Kia Sportage mun fylgja veglegur vetrarpakki að verðmæti 400.000. Einnig verða vetrarpakkar í boði fyrir Optima Sportswagon PHEV sem inniheldur upphækkun á bílnum, dráttarbeisli og skíðafestingar.