Rafbíladagur KIA
Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13 nk. laugardag klukkan 12-16. Þar verður hin breiða og flotta lína vistvænna Kia bíla sýnd.
Kia mun bjóða mjög breiða rafbílalínu á þessu ári eða alls 10 bíla og eru sex þeirra nú þegar í sölu en fjórir munu bætast í flotann á árinu. Hér er um að ræða Kia e-Soul, Kia Optima Plug-in Hybrid í tveimur útfærslum, Kia e-Niro, Kia Niro Plug-in Hybrid og Kia Niro Hybrid. Alls eru því í boði sex mismunandi gerðir rafknúinna bíla, en Kia var á dögunum útnefndur framleiðandi ársins í flokki Plug-in Hybrid fólksbíla hjá Green Fleet. XCeed Plug-in Hybrid og Ceed Sportswago Plug-in Hybrid eru væntanlegir á næstu mánuðum og er forsala á þessum bílum þegar hafin hjá Öskju.
Sala á vistvænum bílum aldrei verið meiri og þar stendur Kia mjög framarlega. Hlutfall vistvænna bíla þ.e. rafmagns-, tengiltvinn-, hybrid- og metanbíla hélt áfram að aukast og hefur hlutfall þeirra af heildarsölu aldrei verið hærra eða 27,5%. Fara þar tengiltvinnbílar fremstir í flokki með um 10,3% sölunnar, hybrid bílar um 8,9% og rafmagnsbílar um 7,8%. Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum.
Allir nýir Kia bílar eru með 7 ára ábyrgð og nær það einnig yfir rafhlöður bílanna. Ísorka verður með fræðslu um hleðslustöðvar á sýningunni í Kia húsinu á laugardag og mun Kia bjóða upp á vegleg tilboð á upprunalegum aukahlutum.