Fara í efni

Peningaþvætti - fræðslufundur

ATHUGIÐ - breytt dagsetning og tímasetning fræðslufundar

Ný dagsetning föstudagur 02.júlí klukkan 9:00 

Fræðslufundur Bílgreinasambandsins í samstarfi við ríkisskattstjóra 

Fræðslufundur vegna tilkynningaskyldu samkvæmt lögum nr.140/2018 verður haldinn föstudaginn 2.júli  

 

Staðsetning Hús Atvinnulífsins Borgartúni 35 - fundarsalur Hlynur á fyrstu hæð 

 

Birkir Guðlaugsson teymisstjóri yfir eftirliti ríkisskattstjóra vegna peningaþvættis heldur fræðsluerindi um ábyrgð og skyldur bifreiðaumboða og bifreiðasala.

Nánar um efni fundar hér að neðan sem og skráning á fund 

Skráning á fund

Váþættir varðandi bílaumboð og bílasala

Bifreiðaumboð og bifreiðasalar falla undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sú breyting varð á með lögum nr. 96/2020 að bifreiðaumboð og bifreiðasalar falla nú undir n. lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Bifreiðasalar féllu, fyrir lagabreytingu, undir r. lið 1. mgr. 2. gr. pþl. þegar viðskipti námu tilteknum fjárhæðarmörkum. Þótti rétt að breyta lögunum með þeim hætti að bifreiðaumboð og bifreiðasalar væru lagðir til jafns við fasteignasölur, fasteignasala, skipasala og fyrirtækjasala.

Tilkynningarskyldum aðilum ber að tilkynna til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu um öll viðskipti þar sem grunur vaknar um að fjármuni megi rekja til refsiverðrar háttsemi.

Hættumerki í starfsemi bifreiðaumboða og bifreiðasala

 • Reiðufjárviðskipti.
 • Óeðlileg viðskipti.
 • Kaupverð bifreiðar of hátt eða lágt.
 • Kaupmáttur viðskiptamanns ekki í samræmi við tekjur.
 • Viðskiptamaður gefur rangar, villandi eða neitar að gefa upplýsingar.
 • Ökutækjaviðskipti þar sem félag er kaupandi eða seljandi.
 • Ökutækjaviðskipti þar sem bifreið er notuð sem hluti greiðslu eða til skuldajöfnunar.
 • Annar aðili skráður fyrir bifreið og ekki virðast eðlilegar ástæður liggja að baki.
 • Viðskiptamaður með stjórnmálaleg tengsl.
 • Viðskiptamaður er frá áhættusömu eða ósamvinnuþýðu landi.
 • Viðskiptamaður er eða hefur tengsl við þekkta brotamenn.

Hér er hægt að nálgast eyðublað til að framkvæma áreiðanleikakönnun viðskiptavinar

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vefsíðu Skattsins hér.

Áhættumat ríkislögreglustjóra má nálgast hér.

Hér er hægt að nálgast leiðbeiningabækkling Skattsins