Fara í efni

Honda opnunarsýning að Fosshálsi

Fyrsta Honda sýningin á Fosshálsi

Bílaumboðið Askja tók nýlega við umboði fyrir Honda á Íslandi. Af því tilefni verður haldin sérstök opnunarhátíð Honda í nýjum sýningarsal að Fosshálsi 1 nk. laugardag milli klukkan 12-16.

Í tilefni dagsins fylgja Goodyear vetrardekk og hágæða lakkvörn með öllum seldum Honda bílum á sýningunni.

Honda býður upp á fólksbílanna Jazz og Civic, borgarjepplinginn HRV og sportjeppann CRV sem er einn mest seldi bíllinn á Íslandi. Bílar frá Honda eru þekktir fyrir hágæða hönnun og smíði, nýjustu tækninýjungar, mikinn áreiðanleika og margverðlaunað öryggi.

Honda hefur markað sér afgerandi stefnu í rafvæðingu og á næstu 36 mánuðum mun Honda kynna sex nýja umhverfisvæna bíla á markað í Evrópu. Þar af verða tveir rafbílar og fjórir Hybrid bílar. Nýr Honda e rafbíll og Honda Jazz í Hybrid útfærslu eru fyrstu bílarnir af þessum sex nýju, umhverfisvænu bílum úr smiðju Honda og koma þeir báðir á næsta ári. Honda CRV Hybrid er meðal mest seldu bíla landsins á þessu ári.

Öll þjónusta og sala nýrra bíla, mótorhjóla, fjórhjóla og aflvéla frá Honda er nú hjá Öskju. Söludeild og sýningarsalur Honda er á Fosshálsi 1 en verkstæði, þjónusta og varahlutasala fyrir Honda bíla er í höfuðstöðvum Öskju á Krókhálsi 11.

Allir nýir Honda bílar sem keyptir eru hjá Öskju eru nú með 5 ára ábyrgð. Einnig býðst 5 ára þjónustusamningur með nýjum Honda bílum með föstu mánaðargjaldi þar sem öll þjónusta er innifalin í 5 ár.