Síðasti sýningardagur Honda-e
Honda á Íslandi - Askja hóf sýningu og forsölu á rafmagnsbílnum Honda e laugardaginn 4. janúar. Því miður þarf að senda bílinn aftur úr landi núna um helgina þar sem bíllinn er aðeins einn af þremur sem til er í heiminum og er beðið eftir honum út um allan heim. Þannig að það er síðasti séns núna á laugardag að koma og skoða bílinn áður en hann fer úr landi.
Auk sýningar á Honda-e sýnir Askja einnig magnaða ofur sportbílinn Honda NSX.
Honda e er hinn fullkomni rafmagnsbíll fyrir borgaraksturinn og nú á laugardaginn hefst forsala á þessu magnaða bíl, en fyrstu bílar verða afhentir strax í sumar hér á landi. Bíllinn er hannaður fyrir þá sem aka mest um borgir og bæi. Uppgefin drægni á bílnum allt að 220 km. og á um 30 mínútum er hægt að ná 80% hleðslu. Rafhlaða bílsins er 35,5 kwh og bíllinn því léttur og umhverfismildur.
Að innan er Honda e gríðarlega vel búinn og kemur meðal annars með öflugu hljómkerfi, tvöföldum LED skjá í mælaborði, bakkmyndavél og hliðarmyndavélum í stað spegla.
Honda e verður til í tveimur útfærslum:
- Honda e á kr. 3.950.000
- Honda e Advance á kr. 4.290.000.