Fara í efni

Glæsileg Jeep og RAM afmælissýning hjá ÍSBAND

ÍSBAND í Mosfellsbæ, umboðsaðili Jeep og RAM á Íslandi, fagnar í janúar þriggja ára afmæli opnunar Jeep og RAM umboðsins. Af því tilefni mun umboðið fagna þeim tímamótum með glæsilegri afmælisssýningu, í sýningarsal sínum í Þverholti 6 Mosfellsbæ, laugardaginn 25. janúar. Boðið verður upp á afmælistilboð á Jeep jeppum og RAM pallbílum.

Jeep Compass hlaðinn aukabúnaði er á sérstöku afmælistilboði á 5.990.000 kr., en listaverð með aukahlutum á þessum bíl eru 7.424.000 k.r. Alvöru jeppi með alvöru fjórhjóladrif á frábæru verði. Takmarkað magn jeppa í boði.

Sýndir verða óbreyttir og breyttir Jeep og RAM pallbifreiðar. ÍSBAND er umboðsaðili fyrir AEV breytingarfyrirtækið sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep Wrangler og RAM og TeraFlex breytingarfyrirtækið sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep Wrangler. Allar breytingar á Jeep og RAM eru unnar af þjónustuverkstæði ÍSBAND. Á sýningunni verða Jeep Grand Cherokee með 33” og 35” breytingu og Jeep Wrangler með 35”, 37” og 40” breytingu. RAM pallbílar verða sýndir með 35”, 37” og 40” breytingum.

Ljúffengt Lavazza kaffi frá Danól verður á könnunni og gos og snakk frá Ölgerðinni.