Fara í efni

Frumsýning Volvo FH16 750 með XXL húsi

 

 

Volvo FH16 750 með XXL húsi verður frumsýndur hjá Velti að Hádegismóum 8 í Árbæ fimmtudaginn 1. júlí milli kl. 13-17.

Um er að ræða þriðja bílinn sem Jón og Margeir eru að fá af nýrri kynslóð vörubíla frá Volvo. Bíllinn er einn með öllu og aðeins meira en það enda ökumannshúsið í XXL stærð sem er einstaklega rúmgott og þægilegt fyrir ökumann bílsins. Einstök svefnaðstaða og nægt vinnu- og geymslurými. Sjón verður sögu ríkari á frumsýningu á einum glæsilegasta vörubíl landsins á fimmtudaginn.

Framúskarandi þægindi og nákvæmni með I-SHIFT í nýjum Volvo FH16 dráttarbíl

Nýr Volvo FH16 er magnaður enda framúrskarandi tækni og gæðaefni höfð að leiðarljósi við hönnun og þróun bílsins. Bíllinn er hannaður með þægindi ökumanns í huga og öll stjórntæki í réttri vinnuhæð. Nákvæmni I-SHIFT stýringarinnar er einstök.

Nánari upplýsingar veitir Marteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri Veltis í netfang marteinn@veltir.is eða 5109101