Fara í efni

Frumsýning á nýjum Peugeot 3008 PHEV

FRUMSÝNING Á GLÆNÝJUM PEUGEOT 3008 PHEV LANGDRÆGUM TENGILTVINNJEPPA LAUGARDAGINN 1. FEBRÚAR Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI.

LANGDRÆGUR FJÓRHJÓLADRIFINN 300 HESTAFLA TENGILTVINNJEPPI FRÁ PEUGEOT

Brimborg frumsýnir glænýjan Peugeot 3008 PHEV sem er einstaklega sparneytinn 300 hestafla fjórhjóladrifinn tengiltvinnjeppi með 8 gíra sjálfskiptingu og 5 ára ábyrgð. Peugeot 3008 hefur slegið í gegn á Íslandi og nú kemur hann fjórhjóladrifinn í tengiltvinnútgáfu með drægni á 100% hreinu rafmagni allt að 59 km, snögga rafhleðslu og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu.

59 KM Á HREINU RAFMAGNI OG HRÖÐ HLEÐSLA

Peugeot 3008 PHEV er með 13,2 kWh rafhlöðu og drægni hennar skv. WLTP mælingu í 100% rafmagnsstillingu er 59 km í fjórhjóladrifsútgáfunni (HYBRID4). Rafhlaðan er staðsett undir aftursætinu og hefur því ekki áhrif á farþega- eða skottrými. Aðgerðin „e-SAVE“ gerir ökumanni kleift að spara rafmagn til síðari nota t.d. ef síðar þarf að aka á svæði sem eingöngu er ætlað fyrir rafmagnsbíla.

Það er einfalt og fljótlegt að hlaða nýjan Peugeot 3008 PHEV.  Hægt er að fullhlaða heima eða í vinnu á innan við 2 tímum með 7,4 kW hleðslustöð. Einfalt er að hafa yfirsýn með hleðslunni með MyPeugeot Appinu.

Bensíneyðsla í blönduðum akstri er aðeins 1,6l  L/100 km. og CO2 losun aðeins frá 33  gr per km skv. WLTP mælingu. Kosturinn við tengiltvinntæknina er að geta keyrt á rafmagni í öllum venjulegum akstri án þess að hafa áhyggjur af rafmagnsleysi því tengiltvinntæknin býður upp á einstaka drægni með blöndu af rafmagni og bensíni og 22 cm veghæð opnar marga möguleika.

NÆSTA KYNSLÓÐ AF TÆKNI

Peugeot 3008 SUV er margverðlaunaður, ríkulega búinn og hefur fengið sérstakt lof fyrir einstaka hönnnun að utan sem innan þar sem nútímaleg i-Cockpit innrétting er í lykilhlutverki með nýjustu kynslóð af tækni þar sem allar upplýsingar eru í sjónlínu ökumanns.

Sala tengiltvinnjeppa hefur farið vaxandi víða um heim og því verður takmarkað magn í boði á Íslandi en Brimborg hefur tryggt ákveðinn fjölda bíla sem eru nú til sölu í nýjum vefsýningarsal á brimborg.is. en forsalan hefur farið feikivel af stað. Í fyrstu verður Peugeot 3008 PHEV í boði í GT útfærslu hlaðinn staðalbúnaði auk 300 hestafla vélar og fjórhjóladrifs. Hann er knúinn áfram af annars vegar bensínvél og hins vegar tveimur rafmagnsvélum sem skila samanlagt 300 hestöflum, miklu afli og einstökum aksturseiginleikum. Hægt er að nota fjórhjóladrifið á 100% rafmagnsstillingu.

Peugeot 3008 PHEV fjórhjóladrifinn kostar frá 6.130.000 kr.

Smelltu hér til að kynna þér allt um Peugeot 3008 PHEV!