Fara í efni

Umbreyttu upplifun viðskiptavina með árangursríkri notkun CRM

Bílgreinasambandið og Samtök Verslunar og Þjónustu skrifuðu undir viljayfirlýsingu sem fól í sér nánara samstarf til að efla enn frekar það starf sem unnið er fyrir aðilarfélaga beggja félaga

27.Oktober ( á morgun) er fyrirhugaður fyrirlestur á vegum Samtaka Verslunar og Þjónustu sem aðildarfélögum Bílgreinasambandsins stendur til boða að sækja.Fyrirlestur er haldinn í Húsi atvinnulífsins Borgartúni og hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 10:00

Áhrifarík notkun viðskiptatengsla (customer relationship management, eða CRM) getur gjörbreytt upplifun viðskiptavina og aukið ánægju þeirra. Mörg fyrirtæki eiga þó erfitt með að finna rétta nálgun og innleiða CRM alla leið. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir hvað CRM í raun er, hver ávinningurinn er af notkun þess, að hverju þarf að huga og hver lykilatriði eru til árangurs.

Fyrirlesari: Charlotte Åström, Þróunarstjóri viðskiptasambandsins, VÍS

Þeir sem vilja nýta sér þetta tækifæri til að kynna sér nánar hvernig elfa má samband við viðskptavin með notkun CRM kerfis geta skráð sig á fyrirlestur með að smella á hlekk hér að neðan

Örfá sæti eru laus og um að gera að bregðast hratt við

 

https://svth.is/vidburdir/crm-2021/