Fara í efni

Fjölbreytt bílasýning hjá ÍSBAND

Fjölbreytt bílasýning hjá ÍSBAND

ISBAND umboðsaðili Jeep, RAM og Fiat á Íslandi, efnir til fjölbreyttrar og glæsilegrar bílasýningar laugardaginn 15. apríl.

Fjórhjóladrifin Jeep fjölskyldan Wrangler, Compass og Rengade, verður á svæðinu; hagkvæm, hlaðin búnaði og rafmagni og klár í sumarævintýrin. Jeep Wrangler Rubicon hentar sérlega vel til breytinga og verður hann sýndur með 35“, 37“ og 40“ breytingum. Hægt er að velja um nokkrar útfærslur í breytingunum

Ram 3500 pallbílar verða sýndir í Crew Cab og Mega Cab útfærslum. RAM hentar einnig sérlega vel til breytinga og verður sýndur með 35“, 37“ og 40“ breytingum og munu sölumenn veita allar nánari upplýsingar um breytinga útfærslurnar. Allar Jeep og RAM breytingar eru gerðar af breytingaverkstæði ISBAND.

Einnig verða á svæðinu Fiat Doblo sendibíllinn sem nú fæst með 7 ára ábyrgð og svo síðast en ekki síst fallegasti smábíllinn, Fiat 500e LaPrima, 100% rafmagnsbíll.

Ljúffengt Lavazza kaffi verður á könnunni ásamt gosi og snakki frá Ölgerðinni.

Sýningin er í sýningarsal ÍSBAND að Þverholti 6 í Mosfellsbæ og verður opin frá kl. 12:00 – 16:00