Fara í efni

BL kynnir nýja Isuzu D-Max og Renault Captur

BL við Sævarhöfða kynnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, tvo nýja bíla sem komnir eru í sýningarsal umboðsins. Þar er annars vegar um að ræða sportjepplinginn Renault Captur, sem tekið hefur talsverðum skemmtilegum breytingum frá fyrri gerð, og hins vegar hinn þaulreynda pallbíl, Isuzu D-MAX, sem hefur verið endurhannaður frá grunni.

Isuzu D-MAX

D-MAX hefur lengi notið vinsælda hér á landi, en ekki síst meðal atvinnurekenda, verktaka og opinberra aðila á borð við sveitarfélög, enda mjög sterkbyggður, áreiðanlegur og með góða dráttargetu. Ný kynslóð D-MAX erð boðinn í þremur búnaðarúrfærslum, Basic, Pro og Lux, og kostar grunnútgáfa bílsins 7.090.000 króna. Allar gerðir D-MAX eru vel búnar öryggis- og þægindabúnaði og hefur bíllinn fengið fullt hús öryggisstiga Euro NCAP. Nýr Isuzu D-MAX er búinn tveggja lítra, 160 hestafla dísilvél og meðal staðalbúnaðar í grunngerð bílsins má nefna stöðugleikastýringu, akreinavara, aðvörun vegna hliðarumferðar, sjálfvirka neyðarhemlun og stöðugleikabúnað fyrir drátt á aftanívagni. Ítarlega lýsingu á öllum þæginda- og öryggisbúnaði D-MAXeru að finna á vef BL.

Renault Captur

Nýr Renault Captur er í senn stærri, rýmri, tæknilegri og þéttari en fyrirrennarinn og hefur bíllinn hlotið full hús öryggisstiga hjá Euro NCAP. Þá hefur Captur bæst í hóp þeirra sem fengið hafa hina skemmtilegu tengiltvinntækni, sem gerir ökumanni kleift að aka allt að 65 km eingöngu á rafmótornum sem nýtist flestum alla virka daga og hefur í för með sér samsvarandi sparnað í eldneytiskaupum. Bíllinn, sem er 160 hestöfl, er boðinn í þremur búnaðarútfærslum, Intens, Intens+ og Edition One, og kostar grunnútgáfan 4.690 þúsundir króna. Captur er sérlega vel búinn öryggis- og þægindabúnaði og má þar m.a. nefna dekkjaþrýsingsskynjara, vegaskiltanema, akreinavara og -stýringu, stóran upplýsingaskjá og fleira eins og hægt er að kynna sér betur á vef BL.