Bílasýningin í Genf 2020
Bílasýningin í Genf hefst í 90. sinn þann 5. mars næstkomandi og stendur til 15. mars. Líkt og áður verður margt að sjá og skoða frá öllum helstu bílaframleiðendum heims sem og auka- og varahlutaframleiðendum. Það verður nánast allt á boðstólum, allt frá hagkvæma borgarbílnum upp í ofursportbíla sem uppfyllta villtustu drauma bílaáhugafólksins. Það verða yfir 900 bílar til sýnis, þar af 150 heims- eða evrópufrumsýningar og er búist við að meira en 600.000 gestir heimsæki sýninguna í ár.