Bílalíf á Hringbraut heimsækir Bifreiðaverkstæði Mosfellsbæjar
Bílalíf ef vandaður sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, en eins og nafnið gefur til kynna fjallar þátturinn um bíla, bílaáhugafólk og allt sem því tengist. Þátturinn er á dagskrá á mánudögum kl. 21:30
Mánudaginn 6. apríl verður Bifreiðaverkstæði Mosfellsbæjar m.a. heimsótt og kíkt þar á einstaklega áhugaverða fornbíla. Við hvetjum alla til að fylgjast með því!
Eldri þætti af Bílalíf má nálgast hér: https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/bilalif/