Fara í efni

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Sérsniðið námskeið fyrir bifreiðaumboð og bifreiðasala.

Námskeiðið miðar að því að kynna fyrir félagsfólki SVÞ hvaða kröfur lögin gera til framangreindra aðila en þeir falla með beinum hætti undir lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Farið verður m.a. yfir:
– Hverjar eru skyldur bifreiðaumboða og bifreiðasala?
– Hvað þarf til að marka sér stefnu og útbúa áhættumat á grundvelli laga um aðgerir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka?
– Hverjar eru kröfur til bifreiðaumboða og bifreiðasala er varða frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir?
– Hvernig er hægt að lágmarka áhættu sem getur skapast á vettvangi peningaþvættis?

Félagsmönnum gefst færi á að leita til sérfræðinga KPMG í kjölfar fyrirlestra, vakni frekari spurningar eða álitamál.
_______
Um sérfræðinga KPMG:

Björg Anna Kristinsdóttir er lögfræðingur hjá KPMG og hefur sérhæft sig í aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.
Hún hefur mikla reynslu og þekkingu á málum er tengjast peningaþvætti og hefur komið að fjölmörgum verkefnum sem lúta að hlítni við lög og reglugerðir. Hún ber einnig ábyrgð á málaflokknum hjá KPMG.

Edda Bára Árnadóttir er lögfræðingur sem hefur starfað hjá KPMG frá 2018.
Hún hefur sérhæft sig í virðisaukaskatti en einnig verið mikið í störfum tengdum aðgerðum gegn peningaþvætti og tengdum brotum og málaflokkum.
_____

Nánar um viðburðinn:
Dagsetning: Föstudagurinn 29.apríl 2022
Tími: 08:30 – 10:30
Staður: Hylur, Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Fulltrúar bifreiðaumboða og bifreiðasala eru hvattir til að mæta á staðinn en viðburðurinn verður einnig í boði í streymi.

Skráðu þig á viðburð https://svth.is/vidburdir/sersnidid-namskeid-bifreidaumbod-og-bifreidasala/

ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ