Aðalfundur 2020
Félagsmenn athugið!
Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn fimmtudaginn 4. júní næstkomandi og hefst kl. 15:00 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Fundarsalur er Hylur á 1. hæð hússins.
Fundurinn er einungis ætlaður félagsmönnum og starfsfólki þeirra og er nauðsynlegt að skrá sig á fundinn. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta en skráning fer fram hér á heimasíðu Bílgreinasambandsins.
Dagskráin er einkar glæsileg en fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf þá verða tvö áhugaverð gestaerindi.
Dagskrá fundar:
- Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, heldur erindi og svarar spurningum
- Hefðbundin aðalfundarstörf:
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar bornir upp til samþykktar
- Kosning formanns
- Kosning stjórnar og varamanna
- Lagabreytingar
- Önnur mál - Sigurjón N. Kjærnested, Samorka, heldur erindi um rafbílavæðinguna og kynnir niðurstöður könnunar í tengslum við hana
- Í lok fundar verður boðið upp á léttar veitingar og umræður
Við vonumst til að sjá sem flesta. Skráið ykkur með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.