Fara í efni

Á leið til framtíðar: Markviss uppbygging hleðsluinnviða fyrir þungaflutninga.

Þungaflutningar BGS Málstofa

Á leið til framtíðar: Markviss uppbygging hleðsluinnviða fyrir þungaflutninga.

Bílgreinasambandið kynnir málstofu um mikilvægi uppbyggingar hleðsluinnviða fyrir þungaflutninga á Íslandi. Málstofan mun fjalla um mikilvægi orkuskipta í samgöngum og
mikilvægi þess að tryggja stuðning við rafknúna stórflutningabíla og rútur.

  • Staðsetning: Viðburðurinn verður haldinn í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík. 
  • Dagsetning: 13. nóvember 2024
  • Tími: 08:30 – 11:40 

Dagskrá viðburðarins

08:30 – Fyrirlestrar frá Enord, Milence, Veitum og Rarik
09:50 - Kaffi
10:05 – Fyrirlestrar frá ChargeUp Europe, Vegagerðin og Orkustofnun
11:05 – Pallborðsumræður og spurningar

Tilgangurinn og markmiðið með þessari umræðu er tvíþætt:

1. Sýna stjórnvöldum fram á mikilvægi uppbyggingar hleðsluinnviða fyrir þungaflutninga: Sannfæra stjórnvöld um að grípa til aðgerða sem styðja við uppbyggingu hraðhleðsluinnviða. Það felur í sér að setja fram skýra stefnu og áætlun fyrir þessi mál til að tryggja að ökutæki, sérstaklega stórflutningabílar og rútur, geti nýtt sér raforku sem orkugjafa.

2. Leggja áherslu á umfang verkefnisins og mikilvægi þess:
Undirstrika fyrir stjórnvöldum hversu umfangsmikið verkefnið er og hversu mikilvægt það er að hefja strax markvissa uppbyggingu innviða.

  • Markmiðið er bæði að skapa skýra stefnu og tryggja stuðning við orkuskipti í samgöngum, með áherslu á rafknúna þungaflutninga.

Skráning fer fram hér: