Fara í efni

Volvo XC90 hefur verið valinn bíll ársins 2015 af Auto Express

Fréttir

 

Volvo XC90 var valinn bíll ársins 2015 og jeppi ársins 2015 í flokki stórra jeppa á árlegri verðlaunaafhendingu Auto Express. Hinn margverðlaunaði Volvo XC90 hefur nú þegar selst í 44.000 eintökum en þess má geta að Volvo áætlaði að framleiða 50.000 eintök fyrsta árið svo það eru allar líkur á því að salan sigli fram úr markmiðum.

„Verðlaun eins og þessi enduspegla þá miklu ástríðu sem Volvo hefur fyrir þróun nýrra bíla. Við skiljum löngun viðskiptavina okkar til þess að eiga fallega bíla, bíla sem gera líf þeirra auðveldara með nýrri tækni – tækni sem er notendavæn. Við skiljum einnig þörfina fyrir kraftmiklar en jafnframt sparneytnar vélar og undirvagn sem gerir aksturinn enn betri en áður.“ sagði Dr Peter Mertens, forstjóri rannsóknar og þróunardeildar Volvo Car Group við afhendingu verðlaunanna.

Steve Fowler, ritstjóri Auto Express sagði við sama tækifæri „Við höfum beðið lengi eftir XC90 en það var vel þess virði – þetta er stórkostlegur jeppi. Hann setur ekki einungis ný viðmið fyrir Volvo heldur fyrir bílamarkaðinn í  heild. Volvo XC90 er leiðandi hvað varðar tækni, hagkvæmni, stíl og öryggi. Hann hefur einstakan stíl bæði að innan sem utan, sem þú gerðir ekkert endilega ráð fyrir. Ef XC90 er það sem framtíðin ber í skauti sér hjá Volvo er framtíðin mjög björt.“

Nýr Volvo XC90

Nýr Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem byggður er á nýrri SPA (Scalable Product Architecture) undirvagnstækni Volvo með Drive-E vélatækninni.

Glæsileg blanda skandinavískar hönnunar, bæði að innan og utan, gerir Volvo XC90 einstakan. Lögun nýju framljósanna, sem er innblásin af Þórshamri, og kraftalegt grill bílsins gera það að verkum að nýi Volvo XC90 hefur mjög sterka nærveru á veginum.

Mest áberandi í innanrýminu er stór snertiskjár í miðjustokk bílsins með samskonar flettimöguleika og er í iPad. Snertiskjárinn, sem er óvenju stór, myndar hjarta nýs stjórnkerfis Volvo og gerir mælaborðið nánast takkalaust.

Allt efni í innanrými Volvo XC90 er það besta sem völ er á. Þar samtvinnast viður og mjúkt leður við handunnin smáatriði líkt og sjálfskiptihnúð úr kristal frá sænska framleiðandanum Orrefors. Ekki skemmir svo fyrir alvöru hljómburður úr Bowers & Wilkins hljómtækjunum.

Margverðlaunaður Volvo XC90

Síðan bíllinn var fyrst kynntur í ágúst 2014 hefur Volvo XC90 hlotið fjölda verðlauna. Hér fyrir neðan eru nokkur þeirra:

Award

Awarded By

Year

Country

Most Innovative HMI System

Car HMI Concept & Systems

2015

Germany

Best Technological Car

Mas Que Coches, TELE 5

2015

Spain

Swiss Car of the Year - Runner up

Schweizer Illustrierte

2015

Switzerland

Automotive Launch of the Year

AUTO LIDER

2015

Poland

Interior Design of the Year

Automotive Interiors Expo

2015

Germany

Best Big SUV

Auto Motor & Sport reader poll

2015

Sweden

Best Innovation, Design, Quality and Operating Comfort

Plus X Award

2015

Germany

Most Innovative car of the year

Automotive Innovations 2015

2015

Germany

Best car of the year

Auto Swiat

2015

Poland

Big SUV of the year

AUTO LIDER

2015

Poland

Car Maker of the Year

TU Automotive

2015

USA

Best Luxury Midsize SUV

U.S. News & World Report

2015

USA

Yankee Cup Technology Award

New England Motor Press Association

2015

USA

Best SUV of the year

Motor-Presse Bohemia reader poll

2015

Czech Republic

Best 4x4

Diesel Car Magazine

2015

UK

Company Car of The Year - Large SUVs

Firmenauto/DEKRA

2015

Germany

Best of the Best Product Design Award

Red Dot Awards

2015

Germany

Connected Car of the Year

01net.com

2014

France

Reynsluakstur í boði

Hægt er að bóka Volvo XC90 reynsluakstur með því að senda póst á volvo@brimborg.is.