Fara í efni

Volvo XC40 PHEV - tengiltvinnbíll

Fréttir
Volvo XC40 PHEV
Volvo XC40 PHEV

Brimborg kynnir nýjan Volvo XC40 T5 PHEV tengiltvinnbíll á aðeins 5.190.000 kr.

Volvo XC40 T5 PHEV er sjöundi tengiltvinnbíllinn sem Volvo kynnir til leiks. Volvo tengiltvinnbílar eru knúnir áfram af annars vegar sparneytinni bensínvél og hins vegar rafmagnsmótor sem fær orku úr rafhlöðu sem hægt er að hlaða á stuttum tíma hvort sem er heima, í vinnu eða á ferðalögum. Volvo XC40 tengiltvinnbíllinn er hluti af einbeittri stefnu Volvo Cars Group að allar gerðir Volvo bíla verði fáanlegar í rafmagnaðri (electrified) útgáfu. Nú býður Volvo Cars Group sjö gerðir tengiltvinnbíla og reiknar með að árið 2025 verði a.m.k. helmingur allra seldra Volvo bíla hreinir rafmagnsbílar og hinn helmingurinn rafmagnaður að einhverju leiti. Volvo er vinsælasti lúxusbíllinn á Íslandi og um 80% af sölu Volvo hér á landi eru vistvænir tengiltvinnbílar. Með tilkomu Volvo XC40 T5 PHEV sem er einstaklega vel búinn, með mikla drægni á rafmagni og á einstaklega hagstæðu verði mun þetta hlutfall aukast enn frekar. Það styrkir stöðu Volvo sem fremsta og umhverfisvænasta lúxusmerkið á Íslandi.

Með XC40 tengiltvinnbílnum er loks í boði vel búinn, öruggur bíll á hagstæðu verði fyrir þá sem vilja stíga inn í rafmagnaða framtíð án þess að hafa áhyggur af drægni og gæðum. Volvo XC40 er glæsilegur rafmagnaður bíll með miklu rými og er risaskref til verndar umhverfinu. Hann leysir helsta vandamál rafmagnsbílana sem enn eru takmarkaðir í drægni. Í Volvo XC40 T5 PHEV er nægt rafmagn í 46 km. sem er nóg fyrir allan akstur í daglegu amstri. Engar áhyggjur þarf að hafa af rafmagnsleysi á lengri ferðum eða hvort hleðslustöðvar séu á leiðinni jafnvel þó ferðavaginn sé tekinn með en dráttargeta Volvo XC40 T5 PHEV er 1.800 kg.

Helstu tölur fyrir Volvo Volvo XC40 T5 PHEV (Plug-in Hybrid Electric):

★ Rafmagnaður, rúmgóður, framdrifinn tengiltvinnbíll
★ Stuttur hleðslutími rafhlöðu heima eða í vinnu
★ Kraftmikill með 262 hestöfl í heild
★ Nægt rafmagn í 46 km. fyrir allt daglegt amstur
★ Meðaleyðsla bensíns 1,9L/100 km
★ Verndar umhverfið með undir 44 g/km. í CO2 losun
★ Dráttargeta 1.800 kg. fyrir eftirvagn með hemlum
★ Veghæð mikil eða 21,1 cm.
★ 7 þrepa sjálfskipting
★ Ríkulegur staðalbúnaður

Mæligildi skv. WLTP staðli ESB.

Volvo XC40 T5 PHEV tengiltvinnbíllinn verður í boði á mjög hagstæðu verði frá 5.190.000 kr. með 7 þrepa sjálfskiptingu

Brimborg hefur tryggt sér framleiðslupláss fyrir takmarkað magn bíla og verða þeir fyrstu til afhendingar í febrúar 2020. Hægt er að tryggja sér bíl úr fyrstu sendingu hjá Brimborg á vef Volvo Cars á Íslandi eða í Volvo sýningarsal Brimborgar með aðeins 10% innáborgun:https://bit.ly/2kQrn43