Fara í efni

Volvo V60 Cross Country AWD - frumsýning

Fréttir

Brimborg frumsýnir Volvo V60 Cross Country, laugardaginn 6. apríl 2019.  Bíll sem beðið hefur verið eftir.

Volvo V60 Cross Country er fjölhæfur fjölskyldubíll, sem er unun að keyra, með tækni sem gerir lifið auðveldara og fyrir fólk sem kann að meta fallega og góða hönnun. Þetta er bíll sem hjálpar þér að upplifa meira, með öryggi.

Hærri sætisstaða og betri yfirsýn, fjórhjóladrifinn og sterkur undirvagn með veghæð upp á 21cm hjálpa þér að leita uppi ný og skemmtileg ævintýri.  Einstök hönnun smáatriða gefur til kynna sterka hæfileika, á meðan innra rýmið er blandað fjölhæfni og hátækni með glæsilegri hönnun. Þetta er bíll fyrir þá sem þrá að fara lengra, í hverri einustu ferð.

Allt frá grunni er staðalbúnaður V60 sérlega mikill. Sérstaklega þegar það kemur að ökumannsaðstoð og öryggi.  Hann er með eitt stærsta farangursrýmið í þessum markaðshluta en hann rúmar 529 lítra upp að toppi sætisbaka.

Volvo V60 er bíll ársins á Íslandi 2019 og er einn af þremur bílum í úrslitum um valið á Heimsbíl ársins 2019 en valið fer fram 17. apríl.

Komdu, reynsluaktu og upplifðu Volvo V60 Cross Country, laugardaginn 6. apríl frá 12 til 16 í Reykjavík og á Akureyri.