Fara í efni

Volvo mest seldi lúxusbíllinn

Fréttir

Volvo Cars hef­ur verið í mik­illi sókn und­an­far­in ár á lúx­us­bíla­markaði á heimsvísu og hefur slegið sölumet 6 ár í röð. Árið 2019 náði Volvo Cars að selja yfir 700.000 bíla í fyrsta sinn í 93 ára sögu þeirra eða 705.452 bíla sem er 9,8% aukning frá árinu áður og juku markaðshlutdeild sína á öllum mörkuðum.

Vinsældir Volvo á Íslandi er þar eng­in und­an­tekn­ing því hlut­deild Volvo af lúx­us­bíla­markaði hér á landi hefur verið mikil síðustu árin.

Árið 2019 var Volvo með 35,2% hlut­deild á einka­bíla­markaði lúxusbíla og á heildarbílamarkaði lúx­us­bíla ber Volvo hæst með 29,2% hlut­deild á ár­inu sem var að líða sem er mesta hlutdeild á einu markaðssvæði á heimsvísu.

Vin­sæl­ustu Volvo bíl­arnir eru jepp­arn­ir XC90, XC60 og XC40. 

Volvo Cars var fyrsti hefðbundni bílaframleiðandinn til að skuldbinda sig í að fara alla leið með rafvæðinguna og útleiða þá bíla sem eingöngu eru knúnar með bensín- og dísilvélum.  Núna eru allir nýir Volvo bílar fáanlegir með tengiltvinnvél og fljótlega koma hreinir rafmagnsbílar en XC40 verður sá fyrsti. Frá og með alrafmögnuðum XC40 mun Volvo Cars gefa upp meðal líftíma kolefnisspora hvers einasta nýja bíls sem þeir framleiða.

Heildar lúxusbílamarkaður 2019

Volvo

418

29,2%

Land Rover

246

17,2%

Audi

166

11,6%

BMW

174

12,2%

Mercedes Benz

204

14,3%

Lexus

61

4,3%

Porsche

30

2,1%

Jaguar

87

6,1%

Tesla

44

3,1%

Aðrir

0

0,0%

Heild

1430