Volkswagen Scirocco hefur hlotnast útnefning What Car? tímaritsins sem besti notaði tveggja dyra bíllinn.
Scirocco þykir bæði sportlegur og nytsamlegur en bíllinn kom fyrst á markað árið 2008. Hann er enginn nýgræðingur þegar What Car? viðurkenningar eru annars vegar því árið 2010 valdi tímaritið hann sem besta tveggja dyra bílinn sem kostaði minna en 25.000 sterlingspund.
Þá var varð hann í fimmta sæti í neytendaánægjuvog What Car?/JD Power fyrr á þessu ári.
Viðurkenningin var veitt við athöfn í London í gærkvöldi. Sigurbíllinn er af árgerðinni 2009 með 1,4 lítra TSI-vél segir í frétt á mbl.is