Fara í efni

Volkswagen Scirocco í efsta sæti

Fréttir

Volkswagen Scirocco hef­ur hlotn­ast út­nefn­ing What Car? tíma­rits­ins sem besti notaði tveggja dyra bíll­inn.

Scirocco þykir bæði sport­leg­ur og nyt­sam­leg­ur en bíll­inn kom fyrst á markað árið 2008. Hann er eng­inn nýgræðing­ur þegar What Car? viður­kenn­ing­ar eru ann­ars veg­ar því árið 2010 valdi tíma­ritið hann sem besta tveggja dyra bíl­inn sem kostaði minna en  25.000 sterl­ings­pund.

Þá var varð hann í fimmta sæti í neyt­enda­ánægju­vog What Car?/​JD Power fyrr á þessu ári.

Viður­kenn­ing­in var veitt við at­höfn í London í gær­kvöldi. Sig­ur­bíll­inn er af ár­gerðinni 2009 með 1,4 lítra  TSI-vél segir í frétt á mbl.is