Fara í efni

Vel heppnuðum aðalfundi Bílgreinasambandsins lokið

Fréttir

Aðalfundur Bílgreinasambandsins var haldin í gær fimmtudag í Húsi atvinnulífsins. Um mjög vel heppnaðan fund var að ræða og vel mætt. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa hélt Guðmundur F. Úlfarsson prófessor í samgönguverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands afar fróðlegt og skemmtilegt erindi undir fyrirsögninni „Framtíðarsýn á samgöngur“ þar sem hann ræðir þróun samgangna á landi. Bendi hann þar á afar athyglilsverðar staðreyndir með dæmum um rangar hugmyndir og ákvarðanir varðandi samgöngur, samgöngumannvirki og þéttingu byggðar.

Á aðalfundinum var ein ályktun samþykkt er snýr að tækniþróun bíla og þá allra bíla,bæði nýorkubíla sem og bíla sem knúnir eru áfram af jarðefnaeldsneyti.  Öfgafull umræða og ranhugmyndir virðast hafa fengið byr undir vængi frá hinum ýmsu aðilum í þjóðfélaginu sem ganga út útá að bílar sem knúnir eru áfram með bensín og dísel séu að hverfa af markaði sökum þess að þeir mengi meira en allt annað sem að sjálfsögðu er langt frá veruleikanum eins og sannast best með þeim vélum sem eru komnar í nýja bíla og eru á leiðinni frá framleiðendum.

Ályktun frá aðalfundi Bílgreinasambandsins.

"Aðalfundur Bílgreinasambandsins, er haldinn var í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 12. apríl 2018, hvetur upplýstrar umræðu um umhverfisáhrif bíla þannig að hún taki mið af nýrri framþróun tæknilausna.

Umræðan í dag beinist eðlilega mjög að rafbílavæðingu sem er afar mikilvæg, ekki síst vegna okkar hreinu raforku, en koltvíoxíðlosun bifreiða hér á landi er um 4% af heildar CO2 losun landsmanna.

Hins vegar má ekki líta fram hjá þeirri umbyltingu sem nú á sér stað í þróun dísilvéla. Losun níturoxíðs er hverfandi, auk þess sem nýjustu dísilbílarnir er útbúnir sérstökum síum sem fjarlægja  að mestu útblástursefni er valda svif- og reykmengun.

Þessi tækniþróun er því lykill að lausn þess að draga enn frekar úr mengun af völdum bílaumferðar.

Bifreiðar eru meðal forsenda efnahagslegra framfara og lífsgæða. Huga þarf að sem bestu rekstrarumhverfi fyrir þá sem kjósa að eiga bíla samhliða því að gera sífellt meiri umhverfiskröfur til bifreiða.

Í því sambandi er vert að minna á að bílar, sem uppfylla Euro 6 staðalinn, eru miklu hreinni kostur frá umhverfissjónarmiði en eldri gerðir bíla."  

 

Stjórn á næsta starfsári skipa eftirtaldir aðilar.

Formaður var kjörinn Jón Trausti Ólafsson - ASKJA

Aðrir, sem kjörnir voru í stjórn, eru:

Áskell Gíslason  - Höldur

Baldur Davíðsson - Armur

Bjarni Benediktsson - Víkurvagnar

Einar Sigurðsson – Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Friðbert Friðbertsson - HEKLA

Skúli K. Skúlason - BL

Varamenn:

Benedikt Eyjólfsson – Bílabúð Benna

Guðmundur Ingi Skúlason - Kistufell