Fara í efni

Vel heppnuðum aðalfundi Bílgreinasambandsins lokið

Fréttir

Formaður Bílgreinasambandsins sleit vel heppnuðum aðalfundi sambandsins um kl. 17:30 í dag.  Á undan aðalfundi voru sérgreinafundir sem hófust kl. 14:00 þar sem aðilar úr málningar og réttingageiranum, verkstæðisgeiranum, sölugeiranum og varahlutageiranum hittust og hlýddu á fróðleg og skemmtileg erindi sem Opni háskólinn í Reykjavík hélt.  Á eftir þeim voru sérmál greinanna rætt.

Aðalfundur var svo settur kl. 16:00 en gestur á aðalfundi var fjármálaráðherra, Bjarni Benedikstsson og flutti hann erindi.  Í fyrsta skipti í sögu BGS voru fleiri í framboði um laus stjórnarsæti en í boði voru, var því skrifleg kosning.   Stjón skipa, Jón Trausti Ólafsson formaður frá Öskju, Skúli Skúlasson frá BL. Lárus Bl.Sigurðsson frá Bílanaust, Haraldur Þór Stefánsson frá Toyota Kauptúni, Einar Sigurðsson frá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Sverrir Gunnarsson frá Nýsprautun og Steingrímur Birgisson frá Höldur.  Varamenn voru kosnir Benedikt Eyjólfsson frá Bílabúð Benna og Atli Vilhjálmsson Betri bílum.

Fundinn sóttu tæplega 60 félagsmenn BGS og eins og áður segir voru sérgreinafundir og aðalfundur líflegir og vel heppnaðir.  Meðfylgjandi má sjá nokkrar myndir frá fundunum í dag.