Fara í efni

Vel heppnuðu námi hjá Opna háskólanum í HR í bílgreinum lokið

Fréttir

Nú á mánudaginn lauk námskeiði fyrir stjórnendur í bílgreinum sem er samstarfsverkefni Bílgreinasambandsins og Opna háskólans í HR. Er þetta í annað skipti sem námslínan var keyrð að hálfu skólans en um er að ræða nám ætlað stjórnendum og millistjórnendum í bílgreininni.                                                        

Góður rómur hefur verið gerður af þessu námi að hálfu þeirra sem þátt hafa tekið og menn á einu máli um að námið hafi staðist allar væntingar og gott betur.  Fullur vilji er að hálfu Opna háskólans og Bílgreinasambandsins að bjóða uppá sambærilegt nám aftur á næstu haustönn en ræðst það af þátttöku.

Bílgreinasambandið óskar þátttakendum til hamingju með áfangann en á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af þátttakendum á síðasta námskeiði ásamt Söndru Kristínu Ólafsdóttur verkefnastjóra Opna háskólans og Özur Lárusson framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.

Nánar um námið má sjá á meðfylgjandi vefslóð.  http://www.ru.is/opnihaskolinn/bilgreinar/