Fara í efni

Vel heppnaður haustfundur BGS hjá Bílson

Fréttir

Síðastliðið fimmtudagskvöld var haustfundur Bílgreinasambandsins haldinn hjá Bílson að Kletthálsi. Liðlega 100 félagsmenn BGS mættu og skoðuðu nýtt og glæsilegt verkstæði Bjarka sem fræddi gesti um uppbygginguna og framtíðaráform sín.  Bjarki bauð uppá hamborgara sem fulltrúar frá Stillingu grilluðu fyrir mannskapinn og var haft orð á því að sjaldan eða aldrei hafi jafn góðir hamborgara verið framreyddir í boði hér á landi.  Með þessu var boðið uppá öl af mismunandi styrkleika. 

Stilling var jafnframt með kynningu á efnum til bílaviðgerða og sýnikennslu.  Áttu menn saman ánægjulega kvöldstund og nutu góðra veiga.  Bílgreinasambandið vill þakka Bjarka og hans fólki fyrir skemmtilega og fræðandi kvöldstund.