Fara í efni

Varmi ehf með Gæðavottun BGS

Fréttir

Varmi ehf Auðbrekku 14 hefur tekið upp Gæðavottun BGS og er því komið í hóp ört stækkandi fyrirtækjahóps innan Bílgreinasambandsins sem vinnur eftir gæðakerfi. 

Alls hafa 28 fyrirtæki innan BGS tekið upp gæðavottun og nokkur eru í ferli.  Samtals eru tæplega 40 fyrirtæki sem notast við Gæðavottun BGS.

Er það ánægjuleg þróun að sjá hve mörg fyrirtæki vilja gera betur í sínum rekstri og þjónustu við sína viðskiptavini en Gæðavottun BGS er með þær kröfur að leiðarljósi í sínum verkferlum. 

 

Er það sammerkt með þeim aðilum sem lengst hafa unnið samkvæmt þeirri vottun að hún hafi skilað rekstrinum betri afkomu og ánægðari viðskiptavinum.

Bílgreinasambandið óskar Varma til hamingju með vottunina.