Á sýningunni er að finna spennandi nýjungar og breitt og mikið úrval fólksbíla af öllum gerðum og stærðum. Skipta sýningargripirnir hundruðum á risastóru sýningarsvæðinu. Þar er meðal annars að finna þrjár reynsluakstursbrautir innanhúss og sex utanhúss þar sem gestum gefst tækifæri til að prófa bíla.
„Chicago-sýningin í ár er besti staðurinn til að sjá og upplifa nýjustu bílana undir einu þaki,“ segir framkvæmdastjóri sýningarinnar, Kurt Schiele. „Gestum mun koma á óvart öll nýja framsækna hönnunin og nýjasta tækni sem eykur á upplifan fólks af bílunum,“ bætti hann við segir í frétt á mbl.is