Að gefnu tilefni viljum við upplýsa þá aðila sem velja sér málningar og réttingarverkstæði eftir því hvort um gæðavottað verkstæði er að ræða eða ekki þá má enn á sumum verkstæðum rekast á merki um gæðavottun sem sjá má hér til hliðar. Umrætt merki hefur enga merkingu og er engin gæðavottun virk á bakvið umrædda merkingu. Um er að ræða úrelta gæðavottun sem ekki hefur verið virk, eða tekin út í áraraðir.
Við hvetjum aðila sem eru að leita sér að málningar og réttingaverkstæði að skoða heimasíðu Bílgreinasambandsins www.bgs.is og finna þar verkstæði. Þau verkstæði sem eru með virka Gæðavottun BGS eru með merki í glugga eins og sjá má inna heimasíðu BGS.