Fara í efni

Upp­sveifla allra nema Volkswagen

Fréttir

Frétt af mbl.is

Bíla­sala jókst um 13,7% í Evr­ópu í nýliðnum nóv­em­ber, sam­an­borið við nóv­em­ber í fyrra. Banda­rísk bíl­merki sóttu mjög á í sölu, aðallega á kostnað Volkswagen sem held­ur áfram að  gjalda fyr­ir út­blást­urs­s­vindlið svo­nefnda.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sam­tök evr­ópskra bílsmiða námu ný­skrán­ing­ar í nóv­em­ber 1,12 millj­ón ein­taka, sam­an­borið við 989.758 í fyrra. 

Skerf­ur Volkswagen í heild­ar­markaðinum dróst sam­an úr 13,5% í 12,2% og þótt fyr­ir­tækið yki sölu sína um 3,1% er það langt und­ir vexti markaðar­ins, sem ókst um 13,7%. Í heild jókst sala allr­ar VW-sam­steyp­unn­ar um 3,9%. Mis­jafnt var gengi þýska bílsmiðsins eft­ir mörkuðum og lækkaði sala hans til dæm­is um 20% í Bretlandi í nóv­em­ber í ár miðað við sama mánuð í fyrra.

Fiat Chrysler, Ford og Opel juku öll sölu sína um rúm 18%, Renault um 15,1% og PSA Peu­geot Citroen um 12,8%.

Að mati sér­fræðinga hjá grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Ernst & Young hef­ur bíla­markaður­inn vaxið um 8,6% frá ára­mót­um til nóv­em­ber­loka. Ger­ir E&Y ráð fyr­ir að vöxt­ur haldi áfram en eitt­hvað geti þó hægst á hon­um.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2015/12/15/uppsveifla_allra_nema_volkswagen/