Fara í efni

Upp­runa­leg­ar síur skipta miklu máli

Fréttir

Sig­urður Nikulás­son, sölu­stjóri vara­hluta hjá bílaum­boðinu Öskju, seg­ir að all­nokkr­ar bíl­vél­ar hafi skemmst á nýliðnu ári vegna þess að ódýr fram­leiðsla af síum hef­ur verið notuð í þær.

„Fólk er kannski að spara sér 500 til 1.500 krón­ur með því að kaupa ódýr­ari síu en get­ur setið uppi með ónýta vél í staðinn. Vél­ar kosta allt frá 1,5 til 4 millj­ón­ir eða meira þannig að það er al­veg ljóst að slík áhætta er ekki þess virði,“ seg­ir Sig­urður og ít­rek­ar að verðmun­ur­inn á góðum síum og lak­ari sé lít­ill sem eng­inn.

„Sum­ar smur­stöðvar nota ekki upp­runa­leg­ar síur í bif­reiðir þegar eig­end­ur mæta með bif­reið sína í smurn­ingu. Viðskipta­vin­ur­inn veit bara ekki bet­ur. Hann held­ur að hann sé að fá gæðavöru en oft­ar en ekki er verið að setja mjög ódýra vöru í bif­reiðina án hans vit­und­ar. Mik­ill mun­ur er á upp­runa­leg­um loft-, smur-, frjó- og hrá­ol­íusí­um frá fram­leiðanda og á þess­um hlut­um frá öðrum fram­leiðend­um, sem er því miður verið að setja í bif­reiðir á Íslandi og oft með slæm­um af­leiðing­um,“ seg­ir Sig­urður.

Hann seg­ir að þessi gæðamun­ur fel­ist í því að önn­ur efni eru notuð í filter­inn og þá sé einnig meira magn af filter notað í þá upp­runa­legu sem síar mun bet­ur. „Oft sést mik­ill mun­ur í lengd og breidd á milli upp­runa­legra sía og sía frá „gráa“ markaðnum. Ef við tök­um t.d. loft­sí­ur þá get­ur dreg­ist falskt loft á milli, þar með óhrein­indi og sand­korn sem ber­ast inn á vél­ina og geta skemmt leg­ur, stimpla og fleira. Við höf­um oft séð smursí­ur skemma vél­ar. Þær hrein­lega kremj­ast sam­an og filter­inn í þeim á það til að leys­ast upp og dreifast um alla vél og get­ur skemmt hana og stíflað með gríðarleg­um kostnaði fyr­ir eig­end­ur.“

Hækk­ar end­ur­sölu­verð

Sig­urður vill benda bif­reiðaeig­end­um á að þegar þeir panta tíma á smur­stöð geta þeir óskað eft­ir að fá upp­runa­leg­ar síur í bif­reiðina frá umboðinu og smur­stöðvarn­ar verða þá að bregðast við því. Bílaum­boðið Askja keyri sem dæmi tvisvar á dag um alla höfuðborg­ina til verk­stæða og smur­stöðva sé þess óskað og sendi einnig tvisvar á dag út á land. Sig­urður ráðlegg­ur eig­end­um Mercedes-Benz og Kia að koma í smurn­ingu í Öskju og ít­rek­ar að farið sé með aðrar bíl­teg­und­ir í smurn­ingu til viðkom­andi umboðsaðila.

„Þess má geta að með því að nota upp­runa­leg­ar síur frá fram­leiðanda hækk­ar end­ur­sölu­verð bif­reiðar­inn­ar, ábyrgð viðhelst og bif­reiðin er mun selj­an­legri með fullt hús stimpla frá bílaum­boði í smur­kort­inu hvort sem er með nýja, ný­lega eða eldri bif­reið,“ seg­ir Sig­urður Nikulás­son að lok­um.

agas@mbl.is