Fara í efni

Tvöfaldur sigur Ford

Fréttir

Tvöfaldur sigur Ford, Ford Custom valinn sendibíll ársins 2020 og Ford Ranger valinn pallbíll ársins 2020

Ford vann bæði International Van of the Year 2020 (IVOTY) verðlaunin og International Pick-up Award 2020 (IPUA). Það voru sendibílarnir Transit Custom Plug-In Hybrid og Transit Custom EcoBlue Hybrid, og svo Ford Ranger pallbíllinn sem fengu verðlaunin. Ford er þar með fyrsti bílaframleiðandinn sem hefur unnið bæði IVOTY og IPUA titla á sama ári tvisvar sinnum. Fyrra skiptið var árið 2013.

Nýju Transit Custom Plug-in Hybrid og Transit Custom EcoBlue Hybrid voru sameiginlega valdir verðlaunahafar IVOTY verðlaunanna en dómnefndin var samansett af 25 sendibílablaðamönnum frá 25 Evrópulöndum. Ford hefur nú unnið IVOTY titilinn alls 6 sinnum. Dómnefndin lagði sérstaka áherslu á fjölbreytt úrval vélaafbrigða sem eru í boði fyrir Ford fyrir Transit Custom Hybrid sendibifreiðarnar.

Tvinnvélar Ford bjóða bæði upp á bætta eldsneytiseyðslu og minni losun án þess að skerða hagkvæmni og einstaka akstursvirkni.

Ford Ranger, sem hlaut IPUA verðlaunin, heillaði með öflugri og sparneytinni 2,0 lítra EcoBlue dísilvél og háþróaðri tækniaðstoð ökumanna. Alþjóðlegu pallbílaverðlaunin IPUA eru veitt annað hvert ár en dómnefndin er samansett af 18 sérfræðinum í pallbílum.

Að auki vann 2 tonna Ford Transit EcoBlue Hybrid annað sætið um IVOTY titilinn. Þannig voru þrír mismunandi Ford Transit rafmagns blendingar í fyrsta og öðru sæti International Van of the Year 2020.

„Nýja Transit Custom Plug-in Hybrid og EcoBlue Hybrid kemur á hárréttum tíma fyrir viðskiptavini okkar. Hybrid Transit Custom lækkar bæði heildarkostnað og losun án þess að skerða hagkvæmnina sem þeir eru þekktir fyrir. Á sama tíma setur nýi Ranger okkar ný viðmið fyrir betrumbætur, tækni og hagkvæmni í pallbílum, “segir Hans Schep, forstöðumaður sendibíla hjá Ford Europe.

Glænýi Ford Transit Custom Plug-in Hybrid kemur til Íslands haustið 2020. Framhjóladrifinn sendibíll sem getur keyrt allt að 56 km (NEDC) á hreinu rafmagni og er með 92,9 kW rafmótor með 13,6 kWst litíumjónarafhlöðu. Hin margverðlaunaða og sparneytna 1,0 lítra EcoBoost bensínvél frá Ford er í bílnum og hún virkar einnig sem framlenging á drægnina því hún hleður rafhlöðuna í ferð ásamt því að orkan frá hemlun er einnig nýtt til að hlaða.  

Ford er leiðandi í sölu sendibíla í Evrópu og hefur á þessu ári selt 114.000 Transit Custom á fyrstu 10 mánuðum ársins. Ford Ranger er jafnframt mest seldi pallbíll Evrópu með 43.300 bíla selda yfir sama tímabil.