Fara í efni

Tveggja heima sýn

Fréttir

Sum­ir myndu segja að það væri að bera í bakka­full­an læk­inn að koma með enn einn dísiljepp­ling­inn frá BMW því víst er það rétt að úr­valið á þeim bæn­um er orðið ansi mikið.

Reynd­ar er nýr X4 svar BMW við bíl­um eins og Audi SQ5, Porsche Macan og Range Rover Evou­ge frá keppi­naut­un­um. X4 er al­ger­lega nýr bíll þótt hann sé byggður á grunni X3 og noti sömu vél­ar og drif­búnað, enda er X4 aðeins í boði með fjór­hjóla­drifi og dísil­vél.

Lægri seta og minna pláss

Þegar X4 er skoðaður í sam­an­b­urði við X3 má sjá að hann er ansi lík­ur hon­um, und­ir glugg­um það er að segja. Í stuttu máli bjó BMW til þenn­an flokk, sem þeir kalla Sports Acti­vity Coupé, með því að breyta þaklín­unni eins og um sport­bíl væri að ræða. Efn­is­val inn­rétt­ing­ar er fyrsta flokks og ekk­ert sem trufl­ar öku­mann í upp­setn­ingu þess, eins og BMW er von og vísa. 

BMW X6 kom á markað árið 2008 en er aðeins með sæti fyr­ir fjóra, nema þegar fimm sæti eru sér­pöntuð. Fimm sæti eru hins veg­ar staðal­búnaður í X4 sem er kost­ur ef svo má segja. BMW X4 er 36 mm lægri á und­ir­vagni sín­um en X3 og fyr­ir vikið sitja farþegar 20 mm lægra í X4. Ekki veit­ir af enda er þakið mun lægra og þá sér­stak­lega fyr­ir aft­ur­sæt­is­farþeg­ana. Reynd­ar er höfuðrými al­veg þokka­legt í glugga­sæt­un­um en þar sem miðju­sætið er hærra er ekki ráðlegt fyr­ir há­vaxna að koma sér fyr­ir þar. Þegar hliðarlín­ur X3 og X4 eru skoðaðar er eins og helm­ing­ur pláss­ins fyr­ir ofan axla­línu hafi verið skor­inn af. Fyr­ir vikið kem­ur þetta út­lit mest niður á far­ang­urs­rým­inu, sem er 50 lítr­um minna en í X3, og ef sæt­in eru lögð niður í báðum bíl­un­um mun­ar heil­um 200 lítr­um á pláss­inu. Einnig er hærra upp í far­ang­urs­rýmið, sem er sjaldn­ast kost­ur. Það versta við þetta bygg­ing­ar­lag er þó út­sýnið sem er með því versta sem und­ir­ritaður hef­ur séð í bíl í lang­an tíma. Stór­ir D-bit­ar og lít­il og sveigð aft­ur­rúðan gera það nán­ast ómögu­legt að sjá hvað er fyr­ir aft­an bíl­inn, kannski ein­mitt þess vegna sem BMW býður ná­lægðarskynj­ara sem staðal­búnað með bíln­um. Ann­ar ókost­ur sem fylg­ir einnig aft­ur­hallandi aft­ur­rúðunni er að öll úr­koma sit­ur á rúðunni í stað þess að renna af svo að lítið út­sýni verður ekk­ert ef það rign­ir eða snjó­ar.

Aðdá­un­ar­vert grip

En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott því að X4 er að sönnu hörkuakst­urs­bíll. Meira að segja með tveggja lítra dísil­vél­inni ríf­ur hann sig vel áfram og átta þrepa sjálf­skipt­ing­in er silkimjúk, líka á Sport+-still­ing­unni. Sport­stýrið í X4 er snöggt að leggja á enda snýst það bara rúma tvo hringi borð í borð. Með M-sport-pakk­an­um eins og próf­un­ar­bíll­inn var út­bú­inn er hann ekki bara sport­legri í út­liti held­ur fær hann líka öfl­ugri brems­ur og ekki veit­ir af því. Með sín 1800 kg er aðdá­un­ar­vert að finna hversu vel hann held­ur sér á veg­in­um og hvað gripið í stór­um 19 tommu dekkj­un­um helst lengi. Jepp­ling­ar með dísil­vél­ar hafa flest­ir til­hneig­ingu til að vera und­ir­stýrðir en því er ekki að heilsa í X4. Það er frek­ar að það votti fyr­ir ör­lít­illi yf­ir­stýr­ingu þegar hann nálg­ast það að missa tök­in en það leyf­ir hann í raun og veru öku­manni aldrei. Þótt slökkt sé á spól- og skrikvörn fer hún aldrei það mikið af að hún grípi ekki inn í ef í óefni stefn­ir. Finnst þá að hann brems­ar fyrst á fram­hjóli í ut­an­verðri beygj­unni en bara rétt svona til að stilla hann ör­lítið af. Í hefðbundn­um akstri er hann líka að sumu leyti betri en X3. Sæt­in eru þægi­legri og með betri stuðningi og hljóðein­angr­un­in er einnig meiri þótt inn­rétt­ing­in sé nán­ast sú sama og í X3.

Stenst vel sam­an­b­urð

En hvað er BMW að gera með bíl sem er með tals­vert minna rými en X3 og mun dýr­ari? Alls mun­ar 800.000 kr. á grunn­gerðum X3 og X4 í bæði tveggja og þriggja lítra út­færsl­un­um. BMW X4 kost­ar frá 7.790.000 kr. með tveggja lítra dísil­vél­inni en frá 10.690.000 kr. með þriggja lítra vél­inni. Próf­un­ar­bíll­inn var tveggja lítra með M-sport-pakka sem bæt­ir rúmri millj­ón við verðið. Eins og áður sagði er X4 svar við öðrum sport­leg­um evr­ópsk­um jepp­ling­um í gæðaflokki sem bjóðast nú á alla kanta. Einnig má segja að hann sé til­raun til að bjóða sport­legra út­lit á ann­ars frek­ar hefðbundnu jepp­lingsút­lit­inu. Hvort það reyn­ist vel eða ekki mun markaður­inn láta í ljós en hann not­ar þó ekki sama grunnút­lit og helstu keppi­naut­arn­ir. Porsche Macan S dísil kost­ar frá 11.950.000 kr. og Audi SQ5 frá 13.490.000 kr. svo að þriggja lítra X4 stend­ur sig alls ekki illa í sam­an­b­urði verðlega séð segir í frétt á mbl.is